Viðburðanefnd SFHR

Viðburðanefnd SFHR

Viðburðanefnd var stofnuð haustið 2015 og kemur að skipulagningu viðburða SFHR,  sameiginlegra viðburða aðildarfélaga SFHR og að öllu samstarfi milli SFHR og annarra háskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er í fyrsta sinn sem slík nefnd mun starfa á vegum SFHR.

Dæmi um verkefni sem viðburðanefndin hefur tekið þátt í að skipuleggja á skólaárinu 2015-2016 er Fjölskyldudagur SFHR og einnig hefur nefndin komið að skipulagningu vorþings LÍS, en það kemur í hlut SFHR í ár að skipuleggja þingið. Hægt er að lesa um LÍS undir LÍS.

Stjórnir nemendafélaga

 

Í viðburðanefnd SFHR skólaárið 2016-2017 sitja:
Eygló María Björnsdóttir
Hlynur Snær Sæmundsson