Birta er samfélags- og sjálfbærninefnd Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Nefndin vinnur að því að gera HR að ábyrgari og betri stað fyrir alla.
Birta heldur utan um fjölbreytta viðburði í HR, á borð við fataskiptimarkaði, bókaskipti, fræðslu um geðheilbrigði og sjálfbærni, auk vísindaferða og fyrirlestra.
Nefndin stendur fyrir góðgerðarviku SFHR, þar sem safnað er fyrir góðu málefni með skemmtilegum áskorunum, happdrættum, gjafaleikjum og öðrum fjáröflunum. Vikunni lýkur með glæsilegu góðgerðarpartýi þar sem nemendur fagna árangri vikunnar saman.
Birta tekur einnig þátt í sjálfbærniviku HR, og hvetur nemendur til þátttöku í plastlausum vikum og samgönguáskorunum.
Hafðu samband: studentafelag@ru.is