SFHR

SFHR

What is SFHR?

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) is the Student Association at Reykjavik University. All students, including undergraduate and graduate students, are automatically members of SFHR and do not pay fees for their membership. SFHR was established to form a unity between students and to represent and act in the interests of the students both within and outside the University. If you have any questions you can always send us an email, studentafelag@studentafelag.is, you can visit our office, Mars 2.floor at Reykjavík University (M205) or you can contact us through our Facebook page (under the name Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík).

Fréttir

Endurvekjum nefndirnar!

Endurvekjum nefndirnar!

Undir SFHR hafa starfað ýmsar frábærar nefndir í gegn um árin. Síðustu ár hafa þessar nefndir verið að mestu óvirkar vegna þátttökuleysis, ekki síður undir áhrifum COVID-19 faraldursins. Ný stjórn SFHR telur það ákallandi að endurvekja þessar nefndir sem fyrst til þess að styrkja félagslíf skólans á ný og kallar eftir áhugasömum nemendum til að fylla upp í nefndirnar.

Ef þú hefur áhuga á að endurvekja einhverja af þessum nefndum getur þú haft samband við annað hvort studentafelag@ru.is eða snaethor19@ru.is.

Þær nefndir sem eru óvirkar eru eftirfarandi:

Birta: félag nema í HR um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni

Jafnréttisfélag HR

Góðgerðarnefnd SFHR

Málfundafélag SFHR

Pubquiznefnd

Nánari upplýsingar um hverja nefnd fyrir sig má finna á svæði hvers nefndar fyrir sig undir flipanum Nefndir og félög hér á vefsíðunni

Einnig vantar nemendur í ritstjórn Háskólablaðs HR. Við bindum sterkar vonir við að nemendur finnist til þess að ritstýra blaðinu í ár, enda er blaðið mikilvægasta málgagn nemenda HR, og langt er síðan síðasta blað kom út.

Háskólablaðið HR er málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík sem kemur út einu sinni á ári. Ritstjórnin hefur metnaðarfullar hugmyndir og er lögð áhersla á málefni stúdenta við skólann. Háskólablaðið er eina málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík og því mikilvægt að rödd nemenda verði í hávegi höfð í blaðinu.

Hér má nálgast eintök síðustu ára : https://issuu.com/haskolabladid

MILLER ÚTILEGA SFHR!

MILLER ÚTILEGA SFHR!

Jæja þá er loksins komið að því útilega SFHR verður haldin 28. ágúst á Þórisstöðum!
Það verða 200 miðar í boði, fyrstur kemur fyrstur fær!
– Skráning er hafin hér
– Miðinn er á 2.000 krónur
– Það kemst enginn inn á svæðið nema vera búinn að skrá sig og borga! Ef einhver mætir án þess að hafa skráð sig verður honum vísað af svæðinu.
– Ískaldir Miller, kopparberg og Hot and sweet fyrir alla ámeðan birgðir endast!!!
– Pizza frá Dominos í kvöldmat!
– Flonky mót (skráning á það síðar).
– Rentaparty heldur uppi fjörinu og Nova verður með allskonar skemmtilega glaðninga!
– Hjálpumst svo öll að við að halda svæðinu hreinu og tökum til saman morguninn eftir.