Fyrir stuttu var hugmyndakassinn í Sólinni og þar fengum við margar góðar ábendingar og munum því setja kassann aftur í Sólina bráðlega. Við fengum svör við mörgum ábendingum frá ýmsum aðilum skólans. Hér eru svörin:
1. Aðra vatnsvél hjá Málinu og í Sólina, klakavél og sódavatn: Vatnsvélar eru í skoðun en sódavatn og klakavél er erfitt viðureignar.
2. Hafa bókasafnið opið allan sólahringinn: Opnunartímar hafa verið lengdir þessa önnina og hefur umgengnin verið mjög slæm. Svo til þess að lengja opnunartímann enn frekar þarf umgengni nemenda að bætast.
3. Hafa hjólageymslu inni auk þess að fá aðstöðu til þess að pumpa í dekk: Það er í skoðun að byggja skýli fyrir utan skólann fyfir hjól.
4. Ruslatunnur fyrir pítsakassa: Eitthvað sem þarf að skoða frekar.
5. Hafa ókynjuð salerni: Er í vinnslu.
6. Öryggisverðir virkari í að spyrja um kort: Komið á framfæri, hefur batnað til muna.
7. Hafa kaffi allan sólahringinn: Það er í skoðun
8. Viðvörunarbjöllur fara oft í gang á kvöldin: Komið á framfæri
9. Setja upp fleiri græn stæði: Skoða betur þegar að framkvæmdir við Háskólagarða fara í gang.
10. Hjólastólaaðgengi við inngang: Það er verið að útfæra það.
11. Meiri þrif á klósettum á prófatíð: Komið á framfæri.
12. Hafa Háskólabúðina opna lengur í prófunum: Háskólabúðin verður með opið til miðnættis yfir prófin, byrjar 10. nóvember. Einnig ætlar Málið að skoða hvort það sé grundvöllur að hafa opið lengur hjá sér.
13. Matarvagna á planið á kvöldin í prófum: Frábæt hugmynd, við munum athuga hvort það sé áhugi fyrir því.
14. Hvað á að gera við aðstöðuna þar sem Bóksala stúdenta var?: Það komu margar skemmtilegar ábendingar í hugmyndakassann og það er verið að skoða hvað best væri að gera við þessa aðstöðu.