Tekið er við framlögum í greinakeppni Háskólablaðsins til 1. nóvember 2025.

Algengar spurningar

Eru einhver lengdartakmörk?
Greinin má helst ekki vera lengri en tvær A4 síður í 12pt letri.

Er eitthvað sem má ekki skrifa um?
Ekki beinlínis. Einu skilyrðin eru að greinin sé ekki niðurlægjandi eða móðgandi á neinn hátt.

Má nota gervigreind?
Það má aðeins nota gervigreind sem hjálpartæki við stafsetningu og málfar. Hins vegar er óheimilt að senda inn grein sem er alfarið skrifuð af gervigreind. Greinin verður að vera verk höfundar.

Þarf að skrifa um raunverulegt líf utan skóla?
Nei, greinin getur verið algjör uppspuni. 

Hvað verða margir sigurvegarar?
Í ár verður aðeins einn sigurvegari. Ef allt gengur vel gæti þó verið keppt um fleiri sæti á næstu önn.

Hvað ef ég vil taka þátt en er ekki góð/ur í íslensku?
Það gerir ekkert til, oft er fólk betra en það heldur. Greinin sem verður fyrir valinu fer í gegnum próförk og verður stafsetning og málfar lagað eftir þörfum fyrir birtingu. Greinahöfundar geta líka haft samband við ritstjórn ef þeim vantar aðstoð. Einnig er möguleiki að ritstjórn hafi samband við greinahöfund ef þau telja eitthvað óljóst.

Hvernig sendi ég grein?
Þú sendir hana í tölvupósti á haskolabladid@ru.is
Vinsamlegast sendið hana annað hvort sem texti í tölvupósti eða word-skjal. 

Hvað er átt við með að skrifa grein?
Þú getur túlkað það á eigin hátt. Það má skrifa reynslusögu, skáldsögu, pistil, fréttaannál eða hvað sem ykkur dettur í hug.

Þarf greinin að vera á íslensku?
Við hvetjum alla að skrifa á íslensku en erlendir nemar eru þó ekki útilokaðir frá þátttöku og tökum við einnig við greinum á ensku.