Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta var haldið helgina 17 – 19. mars í Háskólanum á Akureyri. Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík á sjö sæti á þinginu og voru fulltrúarnir í ár blanda af núverandi stjórn félagsins og nýkjörnum fulltrúm sem munu taka við á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 23. mars.
Yfirskrift þingsins var “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna”. Á þinginu voru vinnustofur þar sem fulltrúar stúdentahreyfinga komu saman að ræða gæðastarf og hvernig efla má þátttöku stúdenta í því starfi. Öll sú vinna sem fór fram um helgina mun leggja grunn að mótun stefnu LÍS um gæðastarf.