Birta er félag nema í HR um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Birta var stofnuð árið 2015 með það markmið að vera ópólitískur umræðuvettvangur um þátttöku nemenda í samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni. Birta kemur til með að standa fyrir ýmsum viðburðum á árinu t.d. fyrirlestrum, heimsóknum í fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt Í sinni einföldustu mynd felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stofnana í því að þau axli ábyrgð á þeim áhrifum sem þau hafa á fólk og umhverfið.

Viltu láta gott af þér leiða? Er þér ekki alveg sama um allt í kringum þig? Viltu vita hvernig þú getur látið þínar hugmyndir um betra samfélag og betri HR verða að veruleika? Þá vilt þú vera meðlimur í Birtu.

Þetta félag er óvirkt eins og er vegna þátttökuleysis. Ef þú hefur áhuga á að endurvekja nefndina getur þú haft samband við studentafelag@ru.is.

Facebook síðu Birtu má finna hér