Calendar spring term 2016

Calendar spring term 2016

Dagatal vorönn 2016

Helstu viðburðir sem tengjast SFHR og samstarfsaðilum á vorönn 2016 og dagsetningar* þeirra er hægt að sjá hér:

17.desember 2015 – Jólaboð hjá Klak Innovit
Klak Innovit langar að bjóða nemendum í Jólakaffi fimmtudaginn 17. desember 2015. Þau bjóða uppá ljúffengar piparkökur og gómsætt kakó ásamt því að gestum gefst tækifæri til að kynnast Startup Tourism verkefninu og fræðast um hvernig þau geta stofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu. Kaffið verður frá kl. 15-16 í Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Skráning fer fram hér: https://innovit.wufoo.com/forms/mvgsbo1144wlpj/

16. janúar – Stjórnarstefnumótun SFHR
Stjórnir og nefndir aðildarfélaga SFHR ásamt öðrum félögum gera sér glaðan dag. Tilgangur stjórnarstefnumótunar er að mynda öfluga heild allra sem koma að félagsstörfum háskólans og stuðla að áhrifamiklu tengslaneti. Hægt er að lesa um aðildarfélög, stjórnir og nefndir SFHR undir Nefndir og félög.

21. – 25. janúar – Hnakkaþon
Hnakkaþon Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldið 21.-25. janúar 2016.
Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Keppnin er opin öllum nemendum HR.  Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/204861583185529/

25. – 29. janúar – Hádegisfyrirlestrar Birtu
Birta, félag nema í HR um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni, stendur fyrir röð fyrirlestra í hádeginu í samstarfi við unga umhverfissinna. Nánari upplýsingar síðar en hægt er að lesa um Birtu undir Nefndir og félög. 

25. – 29. janúar – Mót hækkandi sól: Geðheilbrigðisvika HR
Náms- og starfsráðgjöf stendur fyrir fjölda viðburða í þessari viku með það markmið að vekja athygli á almennu geðheilbrigði og andlegri vellíðan. Í vikunni verða opnir fyrirlestrar, m.a. um hvað eykur vellíðan og um andlega og líkamlega heilsu. Einnig mun námsmaður í Háskólanum í Reykjavík segja reynslusögu sína en þessi tiltekni námsmaður er með geðröskun. 

1. – 5. febrúar – Góðgerðavika
Góðgerðanefnd SFHR stendur fyrir góðgerðaviku í febrúar ár hvert. Markmið nefndarinnar er að vekja athygli nemenda og starfsfólks á einhverju málefni sem talið er brýnt að styðja. Hægt er að lesa um góðgerðanefnd SFHR undir Nefndir og félög.

10. febrúar – Framadagar
Framadagar háskólanna 2015 fara fram í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 10. febrúar kl. 11-16. Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem nokkur af helstu fyrirtækjum og stofnunum landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum.  

15. – 19. febrúar – Háskólablaðið Hróður
Þessi vika er tileinkuð útgáfu Háskólablaðsins Hróðurs. Háskólablaðið er málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík sem kemur út einu sinni á ári og stefnt er að ljúka vikunni með veglegu útgáfupartíi þann 19.febrúar. Hægt er að lesa um ritstjórn Háskólablaðsins undir Nefndir og félög.

5. mars – Árshátíð HR
Árshátíð HR er stærsti viðburður skólaársins þar sem nemendur og starfsfólk skólans sitja glæsilegt borðhald með skemmtilegum veislustjóra og eftir borðhaldið er ball. HR musical keppnin er á sínum stað þar sem hvert nemendafélag býr til tónlistarmyndband og stjörnuprýdd dómnefnd velur 3 bestu myndböndin. Það nemendafélag sem sigrar ritar nafn sitt á spjöld sögunnar, fær glæsilegan bikar að eign í eitt ár og lifir á heiðrinum næsta skólaárið. Mögnuð keppni og undanfarin ár hefur metnaðurinn fyrir henni aukist gríðarlega. Hægt er að lesa um árshátíðarnefnd SFHR undir Nefndir og félög.

7.-11. mars – Kosningavika
Kosningavika í HR hefst 7.mars þar sem kosið er í stjórn SFHR, nefnda og félaga SFHR ásamt stjórnum nemendafélaganna. Framboðin kynna sig og keppast um atkvæði félagsmanna, t.d. með því að bjóða upp á kaffi og veitingar.  

18. – 20. mars – Vorþing LÍS
Vorþing LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta) er haldið á vormisseri ár hvert en SFHR sér um skipulagningu þingsins í ár. Öll aðildarfélög LÍS senda sína fulltrúa á þingið sem stendur yfir heila helgi og þar fer fram mikilvæg vinna í þágu LÍS. Undirbúningsvinna er farin af stað og við hlökkum mikið til að takast á við þetta veglega verkefni. Hægt er að lesa um LÍS undir LÍS. 

*Birt með fyrirvara um breytingar