Háskólar á Íslandi eru verr fjármagnaðir en háskólar á Norðurlöndunum. Heildartekjur háskóla á Norðurlöndunum á hvern ársnema eru að meðaltali 4,4 milljónir en 2,3 milljónir á Íslandi. Þetta þýðir að framlög til háskóla á Norðurlöndunum eru um það bil tvöfalt hærri en hér á landi, sé miðað við nemendafjölda.

– Stúdentafélag háskólans í Reykjavík – hefur nú hleypt af stokkunum átaki í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta til að vekja athygli á þessari stöðu og þrýsta á að hún verði lagfærð. Við hvetjum stjórnmálaflokka til að setja menntun á oddinn í komandi kosningum og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október.

#kjóstumenntun

Categories: Uncategorized