Atlas

Atlas er Nemendafélag íþróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík. 

Félagið hefur það að markmiði að standa vörð um hagsmuni nemenda, skapa skemmtilegt og hvetjandi samfélag og efla samstöðu innan hópsins. Markmið Atlas er að gera námið bæði innihaldsríkt, skemmtilegt og um leið skapa ógleymanlegar minningar fyrir nemendur.

Með fjölbreyttum viðburðum og skemmtilegum uppákomum stuðlar Atlas að samhug, sterkum tengslum og jákvæðri háskólamenningu. Stærsti og vinsælasti viðburður Atlas er Árshátíðin, sem hefst á Gullboltanum. Í  hádeginu mætast 1. 2. og 3. ár keppa sín á milli í ýmsum íþróttagreinum. Um kvöldið heldur gleðin áfram með skemmtilegum leikjum, góðum mat og partýi fram eftir kvöldi. 

Viltu kynna þér Atlas betur? Hafðu samband við okkur eða fylgstu með á samfélagsmiðlum okkar til að fá nýjustu fréttir og upplýsingar um komandi viðburði.

Facebook: Atlas Atlasson
Instagram: @atlasnemendafelag
TikTok: @atlasnemendafelag

Lögrétta

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík hefur það meginhlutverk að gæta hagsmuna og velferðar laganema, auk þess að vera tengiliður milli nemenda og stjórnenda lagadeildarinnar. Stjórnin er tengiliður milli nemenda og stjórnenda lagadeildar Háskólans í Reykjavík og stuðlar að stöðugri framþróun lagadeildarinnar.Markmið félagsins er þar að auki að efla fræðilegt starf á sviði lögfræði, jafnt innan deildarinnar og utan, en einnig sér félagið til þess að skólaárið sé bæði skemmtilegt og minnisstætt.Félagið starfar í gegnum fjórar undirnefndir: Málfundafélagið, Skemmtinefnd, Tímarit Lögréttu og Lögfræðiþjónustu Lögréttu.

Málfundafélagið skapar vettvang fyrir umræður um lögfræðileg álitaefni og þjálfar nemendur í rökfimi og mælskulist. Þar eru haldnir opnir málfundir um lagaleg málefni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni.

Skemmtinefndin heldur utan um félagslífið, skipuleggur fjölbreytta viðburði og tryggir að laganemar fái andrými frá bókunum. Má þar helst nefna nýnemakvöld og reglulegar vísindaferðir til lögmannsstofa, fyrirtækja og stofnana.

Tímarit Lögréttu er fræðilegt ritrýnt tímarit þar sem birtar eru greinar á sviði lögfræði. Það er ætlað bæði fræðimönnum og nemendum, en einnig almenningi með umfjöllun um brýn samfélagsleg álitaefni. Einnig birtir það styttri greinar sem tengjast lögfræðilegum málefnum líðandi stundar, til dæmis um nýja dóma, lagafrumvörp eða álitaefni.

Lögfræðiþjónusta Lögréttu er vettvangur þar sem laganemar á þriðja, fjórða og fimmta námsári bjóða almenningi upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf og öðlast þannig dýrmæta reynslu í faginu.

Markaðsráð

Markaðsráð er félag viðskipta- og hagfræðinema í Háskólanum í Reykjavík. Félagið hefur það að markmiði að efla félagslíf innan viðskipta- og hagfræðideildar með því að skapa vettvang þar sem nemendur kynnast og mynda tengsl. Við leggjum áherslu á samkennd, góðum tengslum við atvinnulífið og skemmtilegum upplifunum sem gera námið hjá HR ógleymanlegt. 

Yfir árið, skipuleggur Markaðsráð fjölda viburða. Þar má nefna árshátið, snekkjuferð, Köbenferð, skíðaferð og á bilinu 20-25 vísindaferðir. Í þessum vísindaferðum fá nemendur tækifæri til að heimsækja fyrirtækja, fræðast um starfsemi þeirra og kynna sér möguleika framtíðarinnar. 

Auk þess höldum er Markaðsráð virkt á samfélagsmiðlum, þar sem nemendur geta fylgst með nýjustu fréttum um félagslíf í skólanum og öðru sem tengist starfsemi félagsins. Þú finnur okkur á instagram @markadsrad, TikTok @markadsrad og í Facebook hópnum Markasráð 25-26. 

Allir nemendur í HR eru velkomnir að skrá sig í félagið en það er einfalt mál. Hafðu samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla eða með því að senda tölvupóst á markadsrad@ru.is 

Mentes

Mentes er félag sálfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Markmið félagsins er að efla félagslífið í sálfræðideildinni og að skapa tækifæri fyrir alla að taka þátt. Félagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum yfir allt árið, meðal annars vísindaferðum, árshátíð, skíðaferð og ýmsum viðburðum í samstarfi við Animu, félag sálfræðinema við Háskóla Íslands, og önnur félög HR. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar er þér alltaf velkomið að hafa samband við félagið á Facebook, Instagram eða í gegnum tölvupóst (mentes@ru.is)!

Pragma

Pragma er nemendafélag verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Félagið er eitt það stærsta og virkasta í HR og sér um að halda utan um vísindaferðir flesta föstudaga, framakvöld með fólki úr atvinnulífinu, árshátíð Pragma og ýmsa aðra skemmtilega viðburði. Ef þú hefur áhuga á að skrá þig í Pragma eða vita meira, ekki hika við að hafa samband á instagram og félagið býður þig meira en velkomin!

Technis

Technis er nemendafélag iðn- og tæknifræðinema við Háskólann í Reykjavík.

Tvíund

Tvíund er nemendafélag Tölvunarfræðideildar við HR, eitt stærsta og virkasta aðildarfélagið í HR. Við höldum viðburði allt frá vísindaferðum, árshátíð, heimabarspartý, utanlandsferðir og ótal fleiri viðburði sem krydda upp á skólaárið.

Tvíund brennur fyrir því að halda utan um stemningu og sjá um vökvun allt skólaárið. 

Kíktu á okkur á tviund.com eða instagraminu okkar @tviund.