Undirfélög SFHR eru sjálfstæð félög stúdenta sem starfa innan vébanda stúdentafélagsins. Þau eru stofnuð og rekin af nemendum með það að markmiði að sinna afmörkuðum verkefnum, hagsmunamálum eða áhugasviðum innan stúdentasamfélagsins.
Undirfélög eru frábrugðin aðildarfélögum SFHR, þau eru ekki skilgreind sem viðurkennd hagsmuna- og nemendafélög ákveðinna akademískra deilda HR. Þau starfa því óháð þeirri skipan og hafa meira svigrúm til að móta eigin tilgang, skipulag og starfsemi.
Starfsemi undirfélaga getur tekið til fræðilegra viðburða, félagslegra samverustunda eða annarra verkefna sem stuðla að virkri þátttöku og samstöðu meðal stúdenta. Þátttaka í undirfélagi veitir nemendum tækifæri til að efla þekkingu, tengslanet og áhrif innan stúdentalífs Háskólans í Reykjavík.
Undirfélög SFHR eru:
- Lukka, viðburðafélag
- Sproti, nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd