Stjórn MSNM

Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra skipar í stjórn Menntasjóðsins sem samanstendur af formanni, varaformanni, tveimur fulltrúum ríkisstjórnar og fulltrúum námsmannahreyfinganna SÍNE, SHÍ, BÍSN OG SÍF skipa stjórn LÍN til 2023.  Erla Björg Eyjólfsdóttir situr í stjórninni fyrir hönd BÍSN þar sem SFHR á aðild, en BÍSN tilnefnir fulltrúa og varafulltrúa í stjórn MSNM.

Þjónustusamningur SFHR & MSNM

Á haustmisserum skrifaði stjórn SFHR undir þjónustusamning við MSNM. Í samningnum felst að SFHR veiti þeim námsmönnum sem leita til SFHR aðstoð vegna umsóknar eða lántökuferli þeirra hjá MSNM. Jafnframt skal SFHR veita þeim lánþegum sem þess óska viðeigandi upplýsingar sem SFHR fær frá sjóðnum. Stjórn SFHR ábyrgist gagnvart stjórn MSNM að upplýsingarnar sé veittar af fagmennsku og á hlutlægan hátt. Gjaldtaka vegna þjónustunnar er með öllu óheimil og er fullum trúnaði heitið.

Þjónustan er veitt á skrifstofu SFHR (M205) og  er aðgengileg kl 10:00 – 13:0 alla virka daga ársins, utan venjulegra sumar-, jóla- og páskaleyfa.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á studentafelag@studentafelag.is ef einhverjar spurningar vakna. 

Markmið SFHR með samstarfinu:

  • Veita námsmönnum aðstoð sem leita til SFHR vegna umsóknar eða lántökuferli þeirra hjá MSNM.
  • Auka almannavitund og upplýsta samfélagsumræðu um málefni MSNM.
  • Einfalda nauðsynleg samskipti hvað varðar umsóknir, afgreiðslur og endurgeiðslu námslána, upplýsingagjöf eða aðra hagsmuni námsmanna og stefnu sjóðsins.
  • Veita þeim lánþegum sem þess óska viðeigandi upplýsingar sem SFHR fær frá sjóðnum.
  • Veita almenna fræðslu um hlutverk og starfsemi sjóðsins á rafrænum vettvangi.
  • Auglýsa umsóknarfresti um námslán á skilmerkilegan hátt fyrir félagsmönnum SFHR að hausti, vori og um sumar, sem og aðra mikilvæga fresti.
  • Auglýsa annað sem MSNM vill vekja athygli á, t.d. breytingar á úthlutunarreglum.
  • Brýna fyrir félagsmönnum SFHR mikilvægi þess að skrá rétt netfang hjá MSNM.
  • Brýna fyrir félagsmönnum SFHR mikilvægi rafrænna samskipta, ekki bara sem lánþegar MSNM heldur jafnframt sem verðandi greiðendur sjóðsins.
  • Vera MSNM innan handar og samstarfsfús ef stjórn eða starfsmenn sjóðsins vilja leita til SFHR vegna ýmissa mála.