Jafnréttisfélag SFHR

Jafnréttisfélag SFHR

Jafnréttisfélag SFHR var formlega stofnað 5. október 2015. Ekkert álíka félag hefur starfað innan skólans og  er orðið löngu tímabært að stofna slíkt félag. Jafnréttisfélagið boðar jöfnuð fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð, uppruna, heilbrigði eða trú. Fyrsta verkefni félagsins var að skipuleggja röð viðburða fyrir Jafnréttisdaga háskólanna en HR var að taka þátt í dögunum í fyrsta skipti.

Ný stjórn mun setja sér markmið og móta starfið þannig að tekið yrði fyrir mismunun af hvaða toga sem er með því að standa fyrir viðburðum innan skólans, t.d. fyrirlestrum og þemavikum, sem stuðla að vitundarvakningu meðal HR-inga. Einnig skapast grundvöllur fyrir HR-inga til að senda frá sér yfirlýsingar hvað varðar jafnréttisumræðu í þjóðfélaginu og taka þátt í og koma af stað samfélagsmiðlabyltingum á borð við #6dagsleikinn, #FreeTheNipple, #konurtala og #þöggun.

Þetta félag er óvirkt eins og er vegna þátttökuleysis. Ef þú hefur áhuga á að endurvekja nefndina getur þú haft samband við studentafelag@ru.is.

Facebook síðu Jafnréttisfélagsins má finna hér

wBIhaZKomxTthvZla8XbhnH02e7oToLagxZCjpqT2vw,PydYVS5VGfbCkR8ElQ7L8bnxvxPiVYAXOhDh1xhJzIA