SFHR

SFHR

Hvað er SFHR?

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) is the student association at Reykjavik University. All students, including undergraduate and graduate students, are automatically members of SFHR and do not pay fees for their membership. SFHR was established to form a unity between students and to represent and act in the interests of the students both within and outside the University. If you have any questions you can always send us an email, studentafelag@studentafelag.is, you can visit our office, Mars 2.floor at Reykjavík University (M205) or you can contact us through our Facebook page (under the name Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík).

Fréttir

Nýtt skólaár hafið

Nýtt skólaár hafið

Kæru samnemendur! (ENGLISH BELOW!)

Nýnemar: velkomnir í HR, aðrir: velkomin aftur til starfa! Fyrir þá sem ekki vita að þá er SFHR, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, hagsmunafélag nemenda í HR. Ef þið eruð ósátt við eitthvað innan skólans, svo sem kennsluna, áfangana, kennarana, aðstöðuna eða eitthvað annað, hafið þá samband við okkur. Okkar markmið er að við öll fáum sem mest út úr skólanum og að öllum líði eins og heima hjá sér hér í HR.

Þið getið haft samband við okkur í gegnum facebook, tölvupóst, komið við á skrifstofunni okkar (M205) eða stoppað okkur á göngum skólans. Einnig vorum við að stofna snapchat aðgang undir nafninu: ‘studentafelagid’, sem við munum ekki sjálf nota heldur verða gestasnapparar sem sjá um snappið í kringum sameiginlega viðburði HR.

Allir sem eru skráðir í skólann eru sjálfkrafa skráðir í SFHR og borga ekki nein gjöld. Í skólanum eru hinsvegar 6 nemendafélög, í hverri deild fyrir sig, og gjöldin í það eru mismunandi eftir félagi. Upplýsingar um nemendafélögin og tengiliði er að finna undir „Nefndir og félög“.

Ef það vakna einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur!

Kær kveðja,
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík.

——————————————————————————————–

Dear fellow RU students!

New students: Welkome to RU, others: welcome back! For you who don’t know, SFHR, The student association of Reykjavík University, . If something is wrong with the school, such as the teaching, the house or anything else, than contact us. Our goal is that we all get the most out of school and that everyone feels like home at RU.

You can contact us through facebook, email, stop by our office (M205) or stop us at school. We also just created a snapchat account under the username: ‘studentafelagid’, we will not be using it by ourselves, we’ll get a guestsnapper to hype up events that are going on at RU.

Everyone who goes to RU are automatically members of SFHR and do not pay any fees. At RU we have 6 student unions, in every department, and each student union charge for membership, and the price depends on the union. For more information about the student unions and contacts are to be found under „Clubs and committees“.

If you have any questions don’t hesitate to contact us!

Yours sincerely,
The RU Student Association

SFHR og Aðalskoðun

SFHR og Aðalskoðun

Frábært tilboð á bílaskoðun til nemenda – 4.000 kr. afsláttur!

Nýverið skrifaði Stúdentafélagið undir samstarfssamning við Aðalskoðun og er fyrirtækið orðið einn bakhjarl félagsins. Aðalskoðun býður nemendum HR 4.000 kr. afslátt af aðalskoðun bifreiðar þeirra (um 35% afsláttur) gegn framvísun HR skólaskírteinis ef komið er 1. – 25. dag mánaðar. Tilboðið gildir fyrir einn bíl í umsjá hvers nemanda. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þetta frábæra tilboð og leyfa fagfólki Aðalskoðunar að yfirfara helstu öryggisatriði bílsins!

Aðalskoðun býðst einnig til að minna nemendur á þegar komið er að skoðun, aðeins þarf að senda tölvupóst á adalskodun@adalskodun.is með bilnúmeri viðkomandi og “Aðal” í titli.  Með því að fara með bílinn í skoðun á réttum tíma er hægt að forðast álagningu vanrækslugjalds frá hinu opinbera sem getur numið allt að 15.000 kr. á ári.

Nánari upplýsingar um Aðalskoðun, staðsetningar, verð og fleira má finna á www.adalskodun.is.

Það getur ýmislegt gerst ef ekki bíllinn er ekki skoðaður reglulega: https://vimeo.com/117804916

Adalskodun Studentar A4 heilsida jan2016