SFHR

SFHR

What is SFHR?

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) is the Student Association at Reykjavik University. All students, including undergraduate and graduate students, are automatically members of SFHR and do not pay fees for their membership. SFHR was established to form a unity between students and to represent and act in the interests of the students both within and outside the University. If you have any questions you can always send us an email, studentafelag@studentafelag.is, you can visit our office, Mars 2.floor at Reykjavík University (M205) or you can contact us through our Facebook page (under the name Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík).

Fréttir

Opinn fundur 18. október í Háskóla Íslands #kjóstumenntun

Opinn fundur 18. október í Háskóla Íslands #kjóstumenntun

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík í samstarfi við aðildarfélög LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta halda opinn fund þann 18. október kl 12:00 á Háskólatorgi með fulltrúum stjórnmálaflokka vegna Alþingiskosninga sem fara fram 28. október. Tilefni fundar er að vekja athygli á stöðu háskólanna á Íslandi og opna umræðu um málefnið milli stúdenta og stjórnmálaflokka.

Í pallborði sitja:

Viðreisn: Pawel Bartoszek
Samfylkingin: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Björt framtíð: Nichole Leigh Mosty
Píratar: Fulltrúi tilkynntur síðar
Vinstrihreyfingin – grænt framboð: Fulltrúi tilkynntur síðar
Sjálfstæðisflokkurinn: Fulltrúi tilkynntur síðar
Framsóknarflokkurinn: Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Flokkur fólksins: Fulltrúi tilkynntur síðar
Miðflokkurinn: Fulltrúi kynntur síðar

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, fyrrverandi ráðherra og meðlimur í háskólaráði Háskóla Íslands, stýrir umræðum.

Það er kominn tími á að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti en til þess þarf metnað stjórnvalda. Við hvetjum stúdenta til þess að fjölmenna á fundinn, spyrja spurninga og heyra hvað stjórnmálaflokkarnir hafa um málið að segja.

Fundurinn er liður í sameiginlegu átaki LÍS og aðildarfélaga þess í aðdraganda Alþingiskosninga 2017 sem hefur það að markmiði að vekja athygli íslenskra stúdenta á kosningunum og stöðu háskólastigsins. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.

#kjóstumenntun

#kjóstumenntun

Háskólar á Íslandi eru verr fjármagnaðir en háskólar á Norðurlöndunum. Heildartekjur háskóla á Norðurlöndunum á hvern ársnema eru að meðaltali 4,4 milljónir en 2,3 milljónir á Íslandi. Þetta þýðir að framlög til háskóla á Norðurlöndunum eru um það bil tvöfalt hærri en hér á landi, sé miðað við nemendafjölda.

– Stúdentafélag háskólans í Reykjavík – hefur nú hleypt af stokkunum átaki í samstarfi við LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta til að vekja athygli á þessari stöðu og þrýsta á að hún verði lagfærð. Við hvetjum stjórnmálaflokka til að setja menntun á oddinn í komandi kosningum og kjósendur að kjósa menntun þann 28. október.

#kjóstumenntun