Stúdentafélagið (SFHR) er hagsmunafélag stúdenta við Háskólann í Reykjavík. Félaginu ber að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna sem og að auka einingu meðal nemenda skólans. Allir nemendur Háskólans í Reykjavík eru meðlimir í SFHR og eru félagsgjöld engin.

Stjórn SFHR er skipuð sjö aðilum sem sitja eitt skólaár í senn og fara kosningar fram á vorönn. Starfsemi félagsins gengur að miklu leyti út á að veita skólanum aðhald hvað varðar gæði kennslunnar og aðstöðu nemenda til náms. Félagið er því í góðu sambandi við stjórnendur skólans og er oft kallað eftir áliti stjórnar SFHR varðandi úrlausn ýmissa mála.

Hver deild við skólann hefur sitt hagsmuna- og nemendafélag sem stendur vörð um hagsmuni félagsmanna sinna. Formaður hvers félags situr í fulltrúaráði SFHR og hefur þannig áhrif á stefnur og verkefni SFHR.

Aðilar að SFHR eru sjálfkrafa aðilar að Byggingarfélagi námsmanna (BN) og Bandalagi íslenskra námsmanna (BÍSN). BN sér um byggingu og viðhald námsmannaíbúða sem standa nemendum HR til boða á nemendagörðum sem staðsettir eru víðsvegar um borgina. BÍSN, sem stendur fyrir Bandalag Íslenskra Sérskólanema, er námsmannahreyfing sem gætir hagsmuna nemenda aðildarskóla sinna og hefur SFHR verið í forystuhlutverki samtakanna.

Skrifstofa Stúdentafélagsins er staðsett á 2. hæð í Mars (M205).

Stjórn SFHR 2022-2023

Forseti
Jakob Daníelsson
jakobd21(hjá)ru.is / studentafelag(hjá)ru.is

Varaforseti
Aþena Hermansdóttir
athena21(hjá)ru.is / studentafelag(hjá)ru.is

Fjármálastjóri
Þórhalla Ylfa Gísladóttir
thorhalla20(hjá)ru.is / studentafelag(hjá)ru.is

Hagsmunafulltrúi
Sandra Lilja Björgvinsdóttir
sandrab21(hjá)ru.is / studentafelag(hjá)ru.is

Samskiptafulltrúi
Birgitta Rós Ásgrímsdóttir
birgittaa21(hjá)ru.is / studentafelag(hjá)ru.is

Markaðsfulltrúi
Jóhannes Páll Pálsson
johannesp21(hjá)ru.is / studentafelag(hjá)ru.is

Nefndarfulltrúi
Atli Vikar Ingimundarson
atlii21(hjá)ru.is / studentafelag(hjá)ru.is

Efri röð frá vinstri: Jakob, Atli og Sandra.                                               Neðri röð frá vinstri: : Aþena, Jóhannes, Birgitta og Þórhalla