Atlas

Atlas er nemendafélag íþróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík.  Félagið stendur fyrir mörgum viðburðum yfir árið, meðal annars Gullboltanum sem er keppni í mismunandi íþróttagreinum á milli 1.árs, 2.árs og 3.árs nema, Laugarvatnsferðinni þar sem er keppt við HÍ í allskonar þrautum, vísindaferðum og mörgu fleira. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um nemendafélagið Atlas þá getur þú haft samband við félagið með því að smella hér fyrir Facebook síðu Atlas, eða smellt hér fyrir Instagram síðuna.

Lögrétta

Lögrétta er félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna og velferðar laganema við Háskólann í Reykjavík og stuðla að mótun lagadeildarinnar. Markmið félagsins er þar að auki að efla fræðistarf á sviði lögfræði jafnt innan lagadeildarinnar sem og utan.

Fræðiritið Tímarit Lögréttu er gefið út á hverri önn en það er samstarf laganema og kennara við lagadeild HR. Hjá Lögfróði – Lögfræðiþjónustu Lögréttu veita laganemar á 3.-5. ári almenningi endurgjaldslausa lögfræðilega ráðgjöf en þjónustan er veitt á miðvikudögum frá 17:00 – 20:00 í aðalinngangi HR.

Félagið heldur uppi sterku félagslífi með fjölbreyttum viðburðum og fær nemendur til að líta upp frá bókunum annað slagið. Þar má helst nefna nýnemakokteil, Humarhátíð, Nýárspartý og reglulega kokteila hjá lögmannsstofum, fyrirtækjum og stofnunum. Einnig eru haldnir opnir málfundir um lagaleg málefni sem ofarlega eru á baugi, kaffihúsakvöld þar sem áhugaverðir löglærðir einstaklingar koma og segja frá sér og starfi sínu innan lögfræðinnar, málflutningsnámskeið og málflutningskeppni Lögréttu.

Frekari upplýsingar: logretta@logretta.is, https://www.instagram.com/logrettahr/ eða https://www.facebook.com/logretta

Markaðsráð

Tilgangur Markaðsráðs, félags viðskiptafræðinema við HR, er að gæta hagsmuna og efla samkeppnishæfni viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík. Okkar hlutverk er að taka þátt í innra starfi skólans og stuðla að mótun viðskiptafræðideildar Háskólans í Reykjavík.  Markmið okkar er að stuðla að öflugu félagslífi innan viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík svo að félagsmenn okkar njóti sinnar veru í Háskólanum í Reykjavík. Til þess að verða félagi í Markaðsráði má hafa í gegnum netfangið markadsrad@ru.is eða á Instagram: https://www.instagram.com/markadsrad/

Mentes

Mentes er nemendafélag sálfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Félagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum yfir árið, meðal annars árshátíð Mentes, Sálfræðileikunum milli HÍ & HR og mörgum öðrum skemmtilegum viðburðum. Sálfræðideildin er lítil og því er auðvelt að kynnast nemendum innan deildarinnar með þátttöku í félagslífinu. Ef þú hefur áhuga á að vita meira um Mentes getur þú haft samband við félagið á Facebook með því að smella hér eða smellt hér fyrir Instagram síðu Mentes.

Pragma

Pragma er nemendafélag tækni- og verkfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Félagið er eitt það stærsta og virkasta í HR og sér um að halda utan um vísindaferðir flesta föstudaga, framakvöld með fólki úr atvinnulífinu, árshátíð Pragma og ýmsa aðra skemmtilega viðburði. Ef þú hefur áhuga á að skrá þig í Pragma eða vita meira, ekki hika við að hafa samband á Facebook við Pragma Pragmason eða á instagram og félagið býður þig meira en velkomin!

Tvíund

Tvíund er nemendafélag þeirra sem stunda nám í Tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík.  Félagið er eitt það fjölmennasta og virkasta nemendafélag í HR og er það með viðburði vikulega, bæði til menntunar og skemmtunar. Félagið heldur viðburði á borð við árshátið, frumkvöðlahádegi og keppir á móti Nörd, nemendafélagi tölvunnarfræðinga við HÍ, í ýmsum keppnum. Ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á mátt þú endilega hafa samband við félagið á Facebook undir Tvíund, á Instagram senda póst á info@tviund.com!