Sproti er nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR sem vinnur að því að efla frumkvöðlahugsun innan Háskólans í Reykjavík.

Nefndin heldur utan um Seres, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur HR, og aðstoðar nemendur við að sækja um vinnuaðstöðu fyrir hugmyndir og verkefni í þróun.

Sproti heldur utan um fjölbreytta viðburði, þar á meðal fyrirlestra með öflugu fólki úr atvinnulífinu og frumkvöðlaheiminum. Nefndin býður einnig reglulega upp á vísindaferðir í Seres fyrir nemendur.

Auk þess vinnur Sproti að Gullegginu, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, í samstarfi við KLAK – Icelandic Startups. Nefndin stendur einnig fyrir stærstu vísindaferð háskólanna – vísindaferð Gulleggsins – árlega með þeim.

Fylgstu með og kynnstu meira á Instagram: @sprotiru
Hafðu samband: sproti@ru.is eða studentafelag@ru.is