Viðburðanefndin vinnur að skemmtilegustu verkefnum SFHR á hverju ári. Nefndin sér um skipulag og framkvæmd allra viðburða Stúdentafélagsins í nánu samstarfi við stjórn SFHR. Meðal helstu viðburða sem nefndin sér um eru nýnemadagar, Ólympíuvikan og Ólympíupartýið, Back-to-School partý, skíðaferð HR, lokannarpartý og auðvitað árshátíð SFHR, sem er stærsti og glæsilegasti viðburður ársins.
Stjórn SFHR skipar nefndina og hefur umsjón með störfum hennar.
Hafðu samband: studentafelag@ru.is