Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) er hagsmunafélag nemenda við Háskólann í Reykjavík. Allir nemendur skólans eru sjálfkrafa meðlimir félagsins og þurfa ekki að borga félagsgjöld. SFHR var stofnað til að mynda einingu milli nemenda og að starfa í þágu nemenda bæði innan og utan skólans. Ef þú hefur einhverjar spurningar til okkar getur þú sent okkur tölvupóst á studentafelag@studentafelag.is, hitt á okkur á skrifstofu okkar í mars, M205 eða haft samband við okkur á Facebook síðunni okkar (undir nafninu Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík).