Hér á ábendingavef SFHR getur þú sent inn þær ábendingar sem þú vilt koma á framfæri, til dæmis kvartanir vegna kennslu, kennara, kennslumats og fleira. Einnig er hægt að senda hér inn góðar hugmyndir, ábendingar varðandi aðstöðu í HR eða eitthvað annað sem liggur þér á hjarta.

Öllum ábendingum og kvörtunum er komið á framfæri nafnlaust, við munum alltaf tala við þig og fá samþykki þitt ef nefna má nemanda á nafn í tengslum við kvartanir. Kennarar fá ekki að vita nafn nemanda sem sendir inn ábendingar varðandi kennslu, við höfum alltaf beint samband við skrifstofustjóra deildar eða deildarforseta.