Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík í samstarfi við aðildarfélög LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta halda opinn fund þann 18. október kl 12:00 á Háskólatorgi með fulltrúum stjórnmálaflokka vegna Alþingiskosninga sem fara fram 28. október. Tilefni fundar er að vekja athygli á stöðu háskólanna á Íslandi og opna umræðu um málefnið milli stúdenta og stjórnmálaflokka.

Í pallborði sitja:

Viðreisn: Pawel Bartoszek
Samfylkingin: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Björt framtíð: Nichole Leigh Mosty
Píratar: Fulltrúi tilkynntur síðar
Vinstrihreyfingin – grænt framboð: Fulltrúi tilkynntur síðar
Sjálfstæðisflokkurinn: Fulltrúi tilkynntur síðar
Framsóknarflokkurinn: Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Flokkur fólksins: Fulltrúi tilkynntur síðar
Miðflokkurinn: Fulltrúi kynntur síðar

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, fyrrverandi ráðherra og meðlimur í háskólaráði Háskóla Íslands, stýrir umræðum.

Það er kominn tími á að íslenskt háskólakerfi sé fjármagnað með fullnægjandi hætti en til þess þarf metnað stjórnvalda. Við hvetjum stúdenta til þess að fjölmenna á fundinn, spyrja spurninga og heyra hvað stjórnmálaflokkarnir hafa um málið að segja.

Fundurinn er liður í sameiginlegu átaki LÍS og aðildarfélaga þess í aðdraganda Alþingiskosninga 2017 sem hefur það að markmiði að vekja athygli íslenskra stúdenta á kosningunum og stöðu háskólastigsins. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.

Categories: Uncategorized