Ágúst

GOmobile og Síminn

SFHR skrifaði undir samning við GOmobile og Símann í ágúst og við hlökkum mikið til komandi samstarfs.  GOmobile er nýtt og spennandi íslenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í rafrænum inneignarkerfum. GOmobile fór fyrst í loftið þann 1. apríl 2014 eftir tveggja ára þróunarvinnu í samstarfi við Símann, Valitor, Vildarkerfi, Borgun og Kortaþjónustuna. Á skrifstofu GOmobile við Austurstræti 12 í Reykjavík starfa fimm manns sem sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins.  Go Mobile mun í samstarfi við SFHR og nemendafélögin sjá um eina grein á Ólympíuleikum HR og gefa kleinuhringi í Gonuts Donuts bílnum sínum fyrir framan skólann.  

Atlantsolía

SFHR og öll nemendafélög HR skrifuðu undir samning við Atlantsolíu og geta nemendur HR nýtt sér fríðindin sem Atlantsolía býður í staðinn hér: http://www.atlantsolia.is/umsoknir/hr.aspx

Nýnemadagurinn

Nýnemadagurinn gekk gríðarlega vel í ár að mati stjórn Stúdentafélags.  Stjórnin kynnti félagið fyrir öllum deildum skólans og nemendafélög hverrar deildar kynntu sína stjórn fyrir sínum deildum.  Allir nýnemar fengu eintak af nýnemabæklingi SFHR og nýnemabæklingi síns nemendafélags.  Formaður SFHR, Elísabet Erlendsdóttir hélt stutta ræðu við skólasetningu fyrir hönd stjórnarinnar og var stjórnin til taks eftir dagskrána ef fólk hafði spurningar varðandi starf félagsins.

Málið

Í byrjun ágúst fundaði Stúdentafélagið með Málinu um komandi skólaár.  Þau fagna samkeppninni sem nú hefur bæst við í HR, Háskólabúðinni, og hlakka til að gera hlutina sem þau gera best  enn betur.  Í haust mun Málið einbeita sér að fjölbreyttum morgunmat sem og hollum og næringarríkum hádegismat fyrir nemendur.  Vegna Háskólabúðarinnar hefur Málið stytt opnunartímann sinn og verður opið til kl 16:00 í stað 17:00 þennan veturinn.  Stúdentafélagið mun funda reglulega með Málinu í vetur og eru þau öll af vilja gerð til að koma á móts við nemendur.

Sailesh

Sailesh hafði samband við Stúdentafélagið í ágúst og óskaði þess að halda stutta sýningu og kynningu á sér og sínum störfum í Sólinni í september.  

Lagabreytinganefnd

Stofnuð var lagabreytinganefnd til að fara yfir lög Stúdentafélagsins sem og lög þeirra nemendafélaga sem óskuðu eftir aðstoð við lagabreytingar.  Stefnt er að því að lög Stúdentafélagsins verði yfirfarin og birt í byrjun október mánaðar.

Austur

Áframhaldandi samstarf Austur og SFHR var staðfest í ágúst.  Í vetur mun SFHR í samstarfi við nemendafélag hverrar deildar halda sameiginlegan viðburð fyrir alla nemendur í HR á Austur annan hvern fimmtudag.  Fyrsta fimmtudagsfjörið var haldið 27. ágúst en þá hélt Tvíund, félag tölvunarfræðinema, vel heppnað pub-quiz á milli hálf 9 og hálf 10.  Á meðan var að sjálfsögðu frír bjór í boði SFHR og tók Ingó Veðurguð við eftir verðlaunaafhendingu.

LÍS

Stúdentafélagið fór strax að huga að staðsetningu og dagsetningu fyrir vorþing Landssamtaka Íslenskra Stúdenta sem SFHR heldur á komandi vori, í fyrsta sinn. Við hlökkum mikið til að halda þingið og ætlum að leggja okkur öll fram við skipulagninu þess.

Markaðs- og samskiptasvið

SFHR er í góðum samskiptum við markaðs- og samskiptasvið varðandi viðburði innan HR og mun funda með þeim reglulega í vetur.  Í ágúst var fundað um Háskólabúðina og komandi skólaár.

Nefndir SFHR

Í ágúst sendum við út e-mail og auglýstum opnar stöður í hinar ýmsu nefndir og félög SFHR.  Dæmi um nefndir og félög undir SFHR eru Góðgerðanefnd, Árshátíðanefnd, Viðburðanefnd og Málfundarfélag.  Allir nemendur skólans fengu tækifæri á að sækja um og eftirspurnin var vonum framar.  Meira um nefndir SFHR má sjá undir flipanum ,,Nefndir og ráð”.