Málefni háskólanna á Íslandi og íslenskra stúdenta almennt hafa verið vanrækt lengi. Háskólakerfið á Íslandi er ekki fjármagnað með fullnægjandi hætti. Afleiðingar þess birtast stúdentum og starfsmönnum háskólanna á hverjum degi. Undirfjármögnun háskólanna bitnar meðal annars á þjónustustigi, gæði náms og aðgengi að námi.
Það er nauðsynlegt að stúdentar, eins fjölbreyttur hópur sem þeir eru, fái viðeigandi stuðning til að afla sér menntunar óháð efnahag, bakgrunni, félagslegum aðstæðum og stöðu að öðru leyti.
Landssamtök íslenskra stúdenta og aðildarfélög hafa sett niður eftirfarandi áherslur fyrir Alþingiskosningar 2017 og hvetja frambjóðendur til þess að setja þær í forgang.
#kjóstumenntun þann 28. október