Hagsmunaráð samanstendur af hagsmunafulltrúum SFHR og aðildarfélaga þess. Tilgangur ráðsins er að efla samvinnu í hagsmunamálum á milli deilda HR. Hagsmunaráð sér um réttinda- og kjaramál stúdenta, kennslumál, gæðamál innan HR, málefni Menntasjóðs námsmanna og Byggingafélags námsmanna, jafnréttis- og aðgengismál og önnur hagsmunamál.

Stúdentum er bent á að heyra í hagsmunafulltrúa SFHR, Valgerði Eyju (valgerdure23@ru.is) varðandi öll hagsmunamál eða í hagsmunafulltrúum síns nemendafélags.