Málefni: Markaðsmál, samstarf, styrkir, auglýsingar

Hlutverk:

Hlutverk markaðsnefndarinnar er að aðstoða stjórn SFHR í markaðsmálum og kynningum á starfsemi félagsins.

Lýsing:

Markaðsnefnd SFHR sér um markaðs- og kynningarmál Stúdentafélagsins. Hún vinnur að því að safna styrkjum, tryggja nemendum afslætti og efla samstarf við fyrirtæki og stofnanir. Nefndin kemur einnig að gerð auglýsinga, kynningarefnis og efnis á samfélagsmiðla í samráði við stjórn SFHR.

Markaðsnefnd starfar undir stjórn félagsins og er markaðsstjóri SFHR formaður nefndarinnar.

Hafðu samband: studentafelag@ru.is

Skipun:

Markaðsstjóri SFHR er formaður nefndarinnar og skipar aðra meðlimi í samráði við stjórn SFHR.

Framkvæmdaáætlun / verkefni:

  • Markaðsnefnd skal útbúa auglýsingar og kynningarefni fyrir viðburði og verkefni SFHR.

  • Markaðsnefnd skal vinna að því að efla samstarf og tryggja styrki og afslætti fyrir hönd nemenda.

  • Markaðsnefnd skal hafa umsjón með kynningu á félaginu á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum.