Málefni: Útgáfumál prentaðra miðla
Hlutverk:
Ritnefnd SFHR ber ábyrgð á útgáfu Háskólablaðs SFHR. Nefndin sér um efnissköpun, styrktaröflun og annað sem tengist blaðinu. Ritnefnd heyrir undir stjórn SFHR og ber SFHR ábyrgð á fjárhagi hennar. Rekstrarafgangi Háskólablaðsins skal varið í starfsemi SFHR. Hlutverk ritnefndar er að gefa út efni sem vekur athygli á félagslífi, samfélagi HR og málefnum stúdenta.
Lýsing:
Ritnefnd SFHR sér um blaðaútgáfur SFHR. Nefndin gefur árlega út Háskólablaðið, sem er árbók Háskólans í Reykjavík, full af skemmtilegum viðtölum, greinum og ljósmyndum. Hún gefur einnig út Háskólafréttir, dagblað SFHR með fréttum úr háskólasamfélaginu.
Ritnefndin sér um alla þætti blaðanna – allt frá efnissköpun og greinaskrifum yfir í listræna hönnun og öflun styrkja. Hvort sem þú elskar að skrifa, hanna, taka myndir eða vinna að markaðsmálum, þá er ritnefndin rétti vettvangurinn fyrir þig.
Kynntu þér meira og fylgstu með á Instagram: @HaskolabladHR
Hafðu samband: haskolabladid@ru.is eða studentafelag@ru.is
Skipun:
Ritstjóri er formaður ritnefndar og er kosinn í stúdentakosningum HR. Ef enginn býður sig fram, skipar nefndarfulltrúi SFHR ritstjóra. Ritstjóri, í samráði við nefndarfulltrúa og stjórn SFHR, skipar aðra meðlimi nefndarinnar.
Framkvæmdaáætlun / verkefni:
-
Ritnefnd skal gefa út Háskólablaðið að minnsta kosti einu sinni á ári.
-
Ritnefnd skal gefa út Háskólafréttir að minnsta kosti einu sinni á ári.
-
Ritnefnd skal safna styrkjum og afla auglýsingatekna til að standa undir útgáfukostnaði.
-
Ritnefnd skal skipuleggja og kynna útgáfu blaðanna og halda útgáfuhóf í samráði við stjórn SFHR.