Ritnefnd SFHR sér um blaðaútgáfur SFHR. Nefndin gefur árlega út Háskólablaðið, sem er árbók Háskólans í Reykjavík, full af skemmtilegum viðtölum, greinum og ljósmyndum. Hún gefur einnig út Háskólafréttir, dagblað SFHR með fréttum úr háskólasamfélaginu.

Ritnefndin sér um alla þætti blaðanna – allt frá efnissköpun og greinaskrifum yfir í listræna hönnun og öflun styrkja. Hvort sem þú elskar að skrifa, hanna, taka myndir eða vinna að markaðsmálum, þá er ritnefndin rétti vettvangurinn fyrir þig.

Kynntu þér meira og fylgstu með á Instagram: @HaskolabladHR
Hafðu samband: haskolabladid@ru.is eða studentafelag@ru.is