September

Októberfest

Samstarf SFHR og SHÍ fór vel af stað þegar Stúdentafélagið samdi við vini okkar hinu megin við Vatnsmýrina að gefa HR-ingum afslátt á þessa frábæru skemmtun.  HR-ingar fengu miðann á 5400 kr í forsölu í stað 5900, sem var fullt verð á hátíðina. Rúmlega 300 manns mættu frá HR og hlakkar SFHR til áframhaldandi samstarfs við SHÍ.

Háskólabúðin

Háskólabúðin opnaði í HR þann 7. september, nemendum til mikillar gleði. Það var tímabært að fá þessa viðbót í Háskólann okkar og er þetta stórt skref í áttina að ört stækkandi háskólasamfélagi!

Vorþing Landssamtaka íslenskra Stúdenta

Skipulagning á vorþingi LÍS sem SFHR heldur í fyrsta sinn vorið 2016 er komin á fullt.  Stúdentafélagið skoðað staðsetningar, þema og styrkjamál í september.

Frumgreinanefnd

Eftir að Tecnis var lagt niður og frumgreinanám stytt í 1 ár í HR tóku nokkrir nemendur sig til á 2. ári í frumgreinadeildinni og stofnuðu Frumgreinanefnd í samstarfi við SFHR.   Frumgreinanefndin hélt pub-quiz á Austur í september og stefnir á að halda reglulega skemmtun fyrir þá sem eru að klára frumgreinanámið. Framtíðarsýnin er sú að frumgreinanemendur fái að skrá sig í þau nemendafélög sem hæfa þeirra námslínum og gerum við ráð fyrir að það gangi algjörlega í gegn á næsta skólaári.

Heimasíða SFHR

SFHR hefur unnið hörðum höndum að nýrri heimasíðu.  Ný heimasíða var hluti af því sem Stúdentafélagið setti sér fyrir til að auka gagnsæi og upplýsingaflæði til nemenda.  Á heimasíðunni má finna samantekt úr fundargerðum SFHR fyrir hvern mánuð, fréttatilkynningar, myndir, upplýsingar um undirfélög, samstarfsaðila og margt annað.

Nýsköpunarráð

SFHR stofnaði nýsköpunarráð í samstarfi við Klak Innovit.  Margir sóttu um eftir að Stúdentafélagið auglýsti opnar stöður í ráðið.  Á næstu misserum verða stöðurnar fylltar og stefnumál ráðsins tilkynnt.

Verðkönnunarsíða – Vöruvörður

Nemandi í tölvunarfræði hannaði og útfærði vörukönnunarsíðu fyrir HR-inga sem kemur í loftið á næstu misserum.  Síðan sýnir og ber saman verð á vörum sem seldar eru innan HR.

Haustþing framkvæmdastjórnar LÍS

Elísabet formaður og Tinna hagsmunafulltrúi sitja í framkvæmdastjórn LÍS. Sóttu þær Haustþing framkvæmdastjórnarinnar sem haldið var á Hvanneyri helgina 18.-20.september í samstarfi við Landbúnaðarháskólann. Yfirskrift þingsins var Fjármögnun LÍS og vann hópurinn hörðum höndum að fjármögnunarleiðum fyrir samtökin.

Viðburðanefnd

Viðburðanefnd fór á fullt að skipuleggja fjölskyldudag SFHR sem haldinn er árlega í sólinni.  Í nýstofnaðri viðburðanefnd sitja Aron Wei Quan, nemi í viðskiptafræði og Sigurjón Arnórsson, mastersnemi í orkuvísindum.

Lagabreytinganefnd

Lagabreytinganefnd SFHR kláraði að fara yfir og uppfæra lög Stúdentafélagsins í september.  Lagabreytingar munu fara í gegn á næsta leiti.