Viðburðanefndin skipuleggur ýmsa viðburði yfir skólaárið. Meðlimir nefndarinnar fá frjálsar hendur hvaða viðburði þau vilja halda og fær því hugmyndaflug nemenda að ráða. Meðal viðburða sem nefndin hefur og getur haldið er Laser-Tag mót í HR, bílabíó, rave-ball og margt fleira hvort það séu stærri eða minni viðburðir.

Ef þú hefur áhuga á að starfa í nefndinni getur þú haft samband við studentafelag@ru.is.