Stúd­enta­braggi HR og ný­sköp­un­ar- og rann­sókna­set­ur í Naut­hóls­vík

Braggi frá stríðsár­un­um og tengd­ar bygg­ing­ar í Naut­hóls­vík munu ganga í end­ur­nýj­un lífdaga sem fé­lagsaðstaða fyr­ir nem­end­ur Há­skól­ans í Reykja­vík og ný­sköp­un­ar- og rann­sókn­ar­set­ur, sam­kvæmt samn­ingi sem Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, skrifuðu und­ir í Naut­hóls­vík þann 25.september.

Bragg­inn og sam­byggð skemma voru byggð af Bret­um og voru hluti af svo­kölluðu „hót­el Winst­on“ á stríðsár­un­um en hafa síðustu ár legið und­ir skemmd­um. Borg­in hyggst ráðast í um­fangs­mikl­ar end­ur­bæt­ur á hús­næðinu, í sam­ráði við stúd­enta og Há­skól­ann í Reykja­vík sem síðan mun leigja hús­næðið fyr­ir sína starf­semi, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Stefnt er að því að nýt­ing hús­næðis­ins verði tvíþætt.  Ann­ars veg­ar verður fé­lagsaðstaða og veit­inga­sala á veg­um stúd­enta við HR.  Hins veg­ar verður sköpuð aðstaða fyr­ir ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki sem verða til inn­an HR og meðal sam­starfsaðila. Alls er hús­næðið um 450 fer­metr­ar og stefnt er að því að taka fyrsta hluta þess í notk­un strax næsta vor.

„Há­skól­inn í Reykja­vík legg­ur mikla áherslu á ný­sköp­un og meðal nem­enda og starfs­manna verða reglu­lega til ný og spenn­andi fyr­ir­tæki sem þarf að hlúa að,“ er haft eft­ir Ara Kristni Jóns­syni, rekt­ar HR, í frétta­til­kynn­ingu. „Í góðu sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg ætl­um við að búa til ein­staka aðstöðu til að koma slík­um fyr­ir­tækj­um af stað. Aðstaðan mun einnig nýt­ast nem­end­um sem vinna að fjöl­breytt­um ný­sköp­un­ar­verk­efn­um inn­an há­skól­ans í sam­starfi við  fyr­ir­tæki. Þetta er hluti af metnaðarfull­um áætl­un­um okk­ar um að byggja upp ný­sköp­un­ar­garð að er­lendri fyr­ir­mynd við Há­skól­ann í Reykja­vík, með aðstöðu fyr­ir fjöl­breytt ný­sköp­un­ar­verk­efni og fram­sæk­in fyr­ir­tæki sem vilja njóta góðs af ná­lægð við stærsta tækni- og viðskipta­há­skóla lands­ins.“

Vilja að borg­in sé spenn­andi staður

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri sagði við und­ir­skrift­ina að verk­efnið snéri beint að stúd­ent­um og því að skapa skemmti­legt náms­um­hverfi en það snýst einnig um að skapa aðstöðu fyr­ir ný­sköp­un­ar­hug­mynd­ir sem er kjarnaþátt­ur í starf­semi Há­skól­ans í Reykja­vík. „Ástæðan fyr­ir því að borg­in vill leggja þessu lið er að við vilj­um að borg­in sé spenn­andi staður, þar sem verða til nýj­ar hug­mynd­ir og ný fyr­ir­tæki og þetta verk­efni pass­ar mjög vel inn í þá mynd.“

Elísa­bet Er­lends­dótt­ir, formaður stúd­enta­fé­lags HR, sagði við und­ir­skrift­ina: „Við erum hæst­ánægð með þetta skref hjá há­skól­an­um og Reykja­vík­ur­borg enda mik­il eft­ir­spurn frá nem­end­um skól­ans eft­ir aðstöðu fyr­ir fé­lags­starf og staðsetn­ing­in er al­veg frá­bær. Eins með ný­sköp­un­ar­setrið, það er al­gjör­lega í takt við stefnu­mál Stúd­enta­fé­lags HR og við höf­um fulla trú á að það skapi enn fleiri öfl­ug tæki­færi fyr­ir nem­end­ur skól­ans í frum­kvöðla­starf­semi.“

839749

HSqxNGQV

 

Categories: Fréttir