Browsed by
Category: Fréttir

Endurvekjum nefndirnar!

Endurvekjum nefndirnar!

Undir SFHR hafa starfað ýmsar frábærar nefndir í gegn um árin. Síðustu ár hafa þessar nefndir verið að mestu óvirkar vegna þátttökuleysis, ekki síður undir áhrifum COVID-19 faraldursins. Ný stjórn SFHR telur það ákallandi að endurvekja þessar nefndir sem fyrst til þess að styrkja félagslíf skólans á ný og kallar eftir áhugasömum nemendum til að fylla upp í nefndirnar.

Ef þú hefur áhuga á að endurvekja einhverja af þessum nefndum getur þú haft samband við annað hvort studentafelag@ru.is eða snaethor19@ru.is.

Þær nefndir sem eru óvirkar eru eftirfarandi:

Birta: félag nema í HR um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni

Jafnréttisfélag HR

Góðgerðarnefnd SFHR

Málfundafélag SFHR

Pubquiznefnd

Nánari upplýsingar um hverja nefnd fyrir sig má finna á svæði hvers nefndar fyrir sig undir flipanum Nefndir og félög hér á vefsíðunni

Einnig vantar nemendur í ritstjórn Háskólablaðs HR. Við bindum sterkar vonir við að nemendur finnist til þess að ritstýra blaðinu í ár, enda er blaðið mikilvægasta málgagn nemenda HR, og langt er síðan síðasta blað kom út.

Háskólablaðið HR er málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík sem kemur út einu sinni á ári. Ritstjórnin hefur metnaðarfullar hugmyndir og er lögð áhersla á málefni stúdenta við skólann. Háskólablaðið er eina málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík og því mikilvægt að rödd nemenda verði í hávegi höfð í blaðinu.

Hér má nálgast eintök síðustu ára : https://issuu.com/haskolabladid

MILLER ÚTILEGA SFHR!

MILLER ÚTILEGA SFHR!

Jæja þá er loksins komið að því útilega SFHR verður haldin 28. ágúst á Þórisstöðum!
Það verða 200 miðar í boði, fyrstur kemur fyrstur fær!
– Skráning er hafin hér
– Miðinn er á 2.000 krónur
– Það kemst enginn inn á svæðið nema vera búinn að skrá sig og borga! Ef einhver mætir án þess að hafa skráð sig verður honum vísað af svæðinu.
– Ískaldir Miller, kopparberg og Hot and sweet fyrir alla ámeðan birgðir endast!!!
– Pizza frá Dominos í kvöldmat!
– Flonky mót (skráning á það síðar).
– Rentaparty heldur uppi fjörinu og Nova verður með allskonar skemmtilega glaðninga!
– Hjálpumst svo öll að við að halda svæðinu hreinu og tökum til saman morguninn eftir.

Síðdegisboð á Bessastöðum

Síðdegisboð á Bessastöðum

Síðdegisboð á Bessastöðum

Fullveldisdagurinn 1.desember er einnig hátíðardagur stúdenta og árlega er fulltrúum stúdenta og stjórnendum háskólanna frá háskólum hvarvetna af landinu boðið til hátíðarmóttöku á Bessastöðum. Því var mikil ánægja fyrir stjórn Stúdentafélagsins að fá boð í síðdegisboð á Bessastöðum 1.desember sl. til heiðurs háskólasamfélaginu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með Dorrit Moussaieff sér við hlið, tók á móti stjórninni og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Boðið var upp á léttar veitingar, forseti hélt ræðu um sögufrægan Bessastaðaskóla, hve mikilvægt er að hafa öflugt háskólasamfélag, framfarir í menntakerfinu og hversu frambærileg okkar kynslóð er. Takk kærlega fyrir okkur!

IMG_0576Frá vinstri: Fanney Hrund Jónasdóttir (upplýsingafulltrúi), Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (hagsmunafulltrúi), Elísabet Erlendsdóttir (formaður), Erla Harðardóttir (varaformaður) og Arnar Ingi Halldórsson (gjaldkeri). 

 

IMG_0578

Frá vinstri:Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (hagsmunafulltrúi), Arnar Ingi Halldórsson (gjaldkeri), Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands), Elísabet Erlendsdóttir (formaður), Erla Harðardóttir (varaformaður) og Fanney Hrund Jónasdóttir (upplýsingafulltrúi).

 

MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám í verkefnastjórnun við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hlaut nýverið formlega vottun frá Breska verkefnastjórnunarfélaginu, APM.

Í umsögn kemur fram að MPM-námið við HR sé dæmi um bestu aðferðir (e. best practice) á heimsvísu í meistaranámi í verkefnastjórnun. Vottunin er mikil viðurkenning fyrir MPM-námið sem er þar með komið í flokk um 30 námsbrauta við háskóla sem hafa hlotið slíka vottun fyrir nám á sviði verkefnastjórnunar. Tilgangur APM með vottuninni er að leiðbeina nemendum og fagfólki um allan heim með því að benda á bestu námsleiðir sem í boði eru á sviði verkefnastjórnunar.

Vinna við undirbúning vottunar MPM-námsins við HR hófst vorið 2015 og ítarlegri skýrslu um námið var skilað til úttektarnefndar APM í júní síðastliðnum. Liður í úttektinni var heimsókn úttektarmanns APM til Íslands í haust þar sem hann fylgdist með kennslu, ræddi við forsvarsmenn MPM-námsins, núverandi og útskrifaða nemendur, hagsmunaaðila í atvinnulífinu og fleiri. Vottun námsins frá APM er mikilvægur liður í þróun MPM-námsins í takti við þarfir atvinnulífsins og sívaxandi notkun aðferða verkefnastjórnunar hjá fyrirtækjum og stofnunum.

MPM-námið við tækni- og verkfræðideild HR er meistaranám í verkefnastjórnun, með áherslu á stjórnun verkefnadrifinna fyrirtækja og stofnana. Í náminu er lögð áhersla á þjálfun í að móta stefnu og taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd með markvissum hætti. Ennfremur að vinna með fólki, stýra teymum og takast á við vandamál í mannlegum samskiptum. Verkefnastjórnun hefur sótt mjög á sem alhliða stjórnunaraðferð fyrir fyrirtæki sem starfa í síbreytilegu umhverfi.

Um 300 manns hafa lokið MPM-námi á Íslandi, sem hefur verið í boði síðan árið 2005. Fólk sem sækir MPM-námið er með fjölbreytta menntun og reynslu að baki og hefur m.a. komið úr hugbúnaðargerð, verkfræði, náttúruvísindum og félagsvísindum. Fólk með MPM-gráðu starfar hjá fjölbreyttri flóru fyrirtækja og stofnana á flestum sviðum þjóðfélagsins.

Breska verkefnastjórnunarfélagið APM var stofnað árið 1972 og er í dag stærsta verkefnastjórnunarfélag í Evrópu með tugþúsundir félagsmanna. APM starfar innan IPMA – Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga og er stærsta aðildarfélag samtakanna.

Fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR var 17.október frá kl. 11-14 í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Sirkus Íslands var með skemmtiatriði og pylsur voru í boði Stúdentafélagsins fyrir gesti, gangandi og skríðandi. Einnig bauð SFHR upp á kaffi fyrir fullorðna og andlitsmálningu fyrir alla sem vildu.

Öll nemenda- og hagsmunafélög skólans voru með þrautir eða viðburð tengd sinni deild.

Atlas, nemendafélag íþróttafræðinema, bauð gestum að taka þátt í íþróttabraut og ef vel tókst til voru verðlaun í boði. Í boði Markaðsráðs, nemendafélag viðskiptafræðinema, var dísætt candyfloss.
Mentes, félag sálfræðinema, var með skemmtilega þraut sem reyndi á hugann og sýndu hversu auðvelt það er að gabba heilann. Lögrétta, nemendafélag lögfræðinema, gaf börnum tækifæri á að klæðast lögmannskikkjum og koma að lagasetningu en laganemar aðstoðuðu börnin að búa til „lög barnanna“. Hvert og eitt barn fékk að búa til eina reglu sem allir í heiminum áttu að fara eftir. Úr varð einlæg, frumleg og skemmtileg lagasetning.
Tækni- og verkfræðinemendur í Pragma voru með skemmtilegar eðlisfræðitilraunir og hjá tölvunarfræðinemendum í Tvíund var hægt að prófa forritunarleiki.

Vel heppnaður og yndislegur dagur sem nú er orðin ómissandi hluti af skólaárinu og viðburðadagskrá SFHR!

 

IMG_0207Tinna, hagsmunafulltrúi SFHR, að störfum í andlitsmálningunni. 

IMG_0208

IMG_0227Markaðsráð með candyfloss.  

IMG_0231Atlas með íþróttabraut.  

IMG_0235

Pragma með eðlisfræðitilraunir.  

logrettaLög barnanna.

 

Jafn­rétt­is­fé­lag stofnað í HR

Jafn­rétt­is­fé­lag stofnað í HR

Jafn­rétt­is­fé­lag stofnað í HR

Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík stofnaði formlega Jafn­rétt­is­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík þann 5.október. Fé­lagið er stofnað í upp­hafi Jafn­rétt­is­daga sem haldn­ir eru há­skól­um lands­ins 5.-16.október. Í til­efni þeirra bauð fé­lagið upp á fjöl­breytta dag­skrá í Há­skól­an­um í Reykja­vík, sem hófst með ljós­gjörn­ingi og tón­leik­um í há­deg­inu. Í vik­unni sem leið var boðið upp stutta há­deg­is­fyr­ir­lestra um jafn­rétt­is­mál.

Elísa­bet Er­lends­dótt­ir, formaður Stúd­enta­fé­lags HR, sagði við stofn­un­ina: „Und­an­farið hef­ur verið mik­il gróska í jafn­rétt­is­mál­um á Íslandi og aug­ljóst er að okk­ar kyn­slóð vill taka þátt í umræðunni. Því er til­valið fyr­ir okk­ar ört stækk­andi há­skóla­sam­fé­lag að sýna vilja í verki þegar kem­ur að jafn­rétt­is­mál­um og fyrsta skrefið var að stofna Jafn­rétt­is­fé­lagið.“

 

VGzeY1JO_FRgyPxYQnMmDc7wkPt_dskDtM9yZplm4SQ,v_Sl8C9ouPGdX-h8zf5QYf8Dve6RnYEzzrkwQW94WoU

 

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að mark­mið Jafn­rétt­is­fé­lags Há­skól­ans í Reykja­vík sé að auka umræðu um jafn­rétt­is­mál í víðum skiln­ingi, jafnt inn­an veggja há­skól­ans sem utan. Meðal þeirra mál­efna sem fé­lagið tel­ur mik­il­vægt að auka umræðu um eru mál­efni kvenna, fólks af er­lend­um upp­runa, hæl­is­leit­enda, sam­kyn­hneigðra, trans­fólks, fatlaðra og allra annarra sem verða fyr­ir for­dóm­um eða mis­mun­un í sam­fé­lag­inu.

Fé­lagið tel­ur að mikið verk sé enn óunnið þegar kem­ur að  því að auka skiln­ing á mál­efn­um minni­hluta­hópa og ætla meðlim­ir fé­lags­ins að leggja sig fram við að koma á já­kvæðum breyt­ing­um og umræðu um jafn­rétt­is­mál og vinna gegn hvers kyns for­dóm­um og fá­fræði.

Stjórn Jafn­rétt­is­fé­lags Há­skól­ans í Reykja­vík skipa Marí­anna Ósk Höllu­dótt­ir, formaður, 2. árs nemi í frum­greina­deild; Helgi Berg­mann, 4. árs nemi í lög­fræði; Sandra Heim­is­dótt­ir, 2. árs nemi í lög­fræði; Car­men Gonzá­lez de Pelá­ez, mastersnemi í viðskipta­fræði; Krist­inn Þorri Þrast­ar­son, 2. árs nemi í tölv­un­ar­fræði.

wBIhaZKomxTthvZla8XbhnH02e7oToLagxZCjpqT2vw,PydYVS5VGfbCkR8ElQ7L8bnxvxPiVYAXOhDh1xhJzIA

Stúd­enta­braggi HR og ný­sköp­un­ar- og rann­sókna­set­ur í Naut­hóls­vík

Stúd­enta­braggi HR og ný­sköp­un­ar- og rann­sókna­set­ur í Naut­hóls­vík

Stúd­enta­braggi HR og ný­sköp­un­ar- og rann­sókna­set­ur í Naut­hóls­vík

Braggi frá stríðsár­un­um og tengd­ar bygg­ing­ar í Naut­hóls­vík munu ganga í end­ur­nýj­un lífdaga sem fé­lagsaðstaða fyr­ir nem­end­ur Há­skól­ans í Reykja­vík og ný­sköp­un­ar- og rann­sókn­ar­set­ur, sam­kvæmt samn­ingi sem Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, skrifuðu und­ir í Naut­hóls­vík þann 25.september.

Bragg­inn og sam­byggð skemma voru byggð af Bret­um og voru hluti af svo­kölluðu „hót­el Winst­on“ á stríðsár­un­um en hafa síðustu ár legið und­ir skemmd­um. Borg­in hyggst ráðast í um­fangs­mikl­ar end­ur­bæt­ur á hús­næðinu, í sam­ráði við stúd­enta og Há­skól­ann í Reykja­vík sem síðan mun leigja hús­næðið fyr­ir sína starf­semi, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Stefnt er að því að nýt­ing hús­næðis­ins verði tvíþætt.  Ann­ars veg­ar verður fé­lagsaðstaða og veit­inga­sala á veg­um stúd­enta við HR.  Hins veg­ar verður sköpuð aðstaða fyr­ir ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki sem verða til inn­an HR og meðal sam­starfsaðila. Alls er hús­næðið um 450 fer­metr­ar og stefnt er að því að taka fyrsta hluta þess í notk­un strax næsta vor.

„Há­skól­inn í Reykja­vík legg­ur mikla áherslu á ný­sköp­un og meðal nem­enda og starfs­manna verða reglu­lega til ný og spenn­andi fyr­ir­tæki sem þarf að hlúa að,“ er haft eft­ir Ara Kristni Jóns­syni, rekt­ar HR, í frétta­til­kynn­ingu. „Í góðu sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg ætl­um við að búa til ein­staka aðstöðu til að koma slík­um fyr­ir­tækj­um af stað. Aðstaðan mun einnig nýt­ast nem­end­um sem vinna að fjöl­breytt­um ný­sköp­un­ar­verk­efn­um inn­an há­skól­ans í sam­starfi við  fyr­ir­tæki. Þetta er hluti af metnaðarfull­um áætl­un­um okk­ar um að byggja upp ný­sköp­un­ar­garð að er­lendri fyr­ir­mynd við Há­skól­ann í Reykja­vík, með aðstöðu fyr­ir fjöl­breytt ný­sköp­un­ar­verk­efni og fram­sæk­in fyr­ir­tæki sem vilja njóta góðs af ná­lægð við stærsta tækni- og viðskipta­há­skóla lands­ins.“

Vilja að borg­in sé spenn­andi staður

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri sagði við und­ir­skrift­ina að verk­efnið snéri beint að stúd­ent­um og því að skapa skemmti­legt náms­um­hverfi en það snýst einnig um að skapa aðstöðu fyr­ir ný­sköp­un­ar­hug­mynd­ir sem er kjarnaþátt­ur í starf­semi Há­skól­ans í Reykja­vík. „Ástæðan fyr­ir því að borg­in vill leggja þessu lið er að við vilj­um að borg­in sé spenn­andi staður, þar sem verða til nýj­ar hug­mynd­ir og ný fyr­ir­tæki og þetta verk­efni pass­ar mjög vel inn í þá mynd.“

Elísa­bet Er­lends­dótt­ir, formaður stúd­enta­fé­lags HR, sagði við und­ir­skrift­ina: „Við erum hæst­ánægð með þetta skref hjá há­skól­an­um og Reykja­vík­ur­borg enda mik­il eft­ir­spurn frá nem­end­um skól­ans eft­ir aðstöðu fyr­ir fé­lags­starf og staðsetn­ing­in er al­veg frá­bær. Eins með ný­sköp­un­ar­setrið, það er al­gjör­lega í takt við stefnu­mál Stúd­enta­fé­lags HR og við höf­um fulla trú á að það skapi enn fleiri öfl­ug tæki­færi fyr­ir nem­end­ur skól­ans í frum­kvöðla­starf­semi.“

839749

HSqxNGQV

 

Ný stjórn SFHR

Ný stjórn SFHR

Ný stjórn SFHR

Elísabet Erlendsdóttir tók nýlega við embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Elísabet er á öðru ári í BSc-námi í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Formaður félagsins er kosinn árlega meðal nemenda háskólans en SFHR er hagsmunafélag stúdenta við Háskólann í Reykjavík og ber því að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFHR.

Þar kemur fram að starfsemi SFHR gangi að miklu leyti út á að veita skólanum aðhald hvað varði gæði kennslunnar og aðstöðu nemenda til náms. Formaður SFHR situr jafnframt fundi framkvæmdastjórnar HR. Elísabet segir nýju stjórn halda áfram góðu starfi fráfarandi stjórnar.

„Sú stjórn stóð sig mjög vel að mínu mati. Við erum að mörgu leyti heppin hér í HR þar sem háskólinn stendur sig vel hvað varðar gæði kennslu, nútímalega kennsluhætti og aðgang nemenda að starfsfólki. Það eru þó alltaf ákveðin hagsmunamál sem þarf að reka áfram, til dæmis varðandi námslán og húsnæðismál. Svo höldum við áfram að efla hin nýstofnuðu landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS), en þar er SFHR aðildarfélag. Almennt séð viljum við svo koma hlutverki félagsins betur á framfæri við nemendurna sjálfa og vera sýnilegri.“

Ásamt Elísabetu var Erla Harðardóttir kjörin varaformaður, Arnar Ingi Halldórsson fjármálastjóri, Fanney Hrund Jónasdóttir upplýsingafulltrúi og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir hagsmunafulltrúi.


Stjorn_SFHR