Undir SFHR hafa starfað ýmsar frábærar nefndir í gegn um árin. Síðustu ár hafa þessar nefndir verið að mestu óvirkar vegna þátttökuleysis, ekki síður undir áhrifum COVID-19 faraldursins. Ný stjórn SFHR telur það ákallandi að endurvekja þessar nefndir sem fyrst til þess að styrkja félagslíf skólans á ný og kallar eftir áhugasömum nemendum til að fylla upp í nefndirnar.
Ef þú hefur áhuga á að endurvekja einhverja af þessum nefndum getur þú haft samband við annað hvort studentafelag@ru.is eða snaethor19@ru.is.
Þær nefndir sem eru óvirkar eru eftirfarandi:
Birta: félag nema í HR um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni
Jafnréttisfélag HR
Góðgerðarnefnd SFHR
Málfundafélag SFHR
Pubquiznefnd
Nánari upplýsingar um hverja nefnd fyrir sig má finna á svæði hvers nefndar fyrir sig undir flipanum Nefndir og félög hér á vefsíðunni
Einnig vantar nemendur í ritstjórn Háskólablaðs HR. Við bindum sterkar vonir við að nemendur finnist til þess að ritstýra blaðinu í ár, enda er blaðið mikilvægasta málgagn nemenda HR, og langt er síðan síðasta blað kom út.
Háskólablaðið HR er málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík sem kemur út einu sinni á ári. Ritstjórnin hefur metnaðarfullar hugmyndir og er lögð áhersla á málefni stúdenta við skólann. Háskólablaðið er eina málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík og því mikilvægt að rödd nemenda verði í hávegi höfð í blaðinu.
Hér má nálgast eintök síðustu ára : https://issuu.com/haskolabladid