Síðdegisboð á Bessastöðum

Fullveldisdagurinn 1.desember er einnig hátíðardagur stúdenta og árlega er fulltrúum stúdenta og stjórnendum háskólanna frá háskólum hvarvetna af landinu boðið til hátíðarmóttöku á Bessastöðum. Því var mikil ánægja fyrir stjórn Stúdentafélagsins að fá boð í síðdegisboð á Bessastöðum 1.desember sl. til heiðurs háskólasamfélaginu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með Dorrit Moussaieff sér við hlið, tók á móti stjórninni og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Boðið var upp á léttar veitingar, forseti hélt ræðu um sögufrægan Bessastaðaskóla, hve mikilvægt er að hafa öflugt háskólasamfélag, framfarir í menntakerfinu og hversu frambærileg okkar kynslóð er. Takk kærlega fyrir okkur!

IMG_0576Frá vinstri: Fanney Hrund Jónasdóttir (upplýsingafulltrúi), Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (hagsmunafulltrúi), Elísabet Erlendsdóttir (formaður), Erla Harðardóttir (varaformaður) og Arnar Ingi Halldórsson (gjaldkeri). 

 

IMG_0578

Frá vinstri:Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (hagsmunafulltrúi), Arnar Ingi Halldórsson (gjaldkeri), Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands), Elísabet Erlendsdóttir (formaður), Erla Harðardóttir (varaformaður) og Fanney Hrund Jónasdóttir (upplýsingafulltrúi).

 

Categories: Fréttir