Browsed by
Höfundur: SFHR

Úrskurður kærunefndar 26. mars 2017

Úrskurður kærunefndar 26. mars 2017

Þann 21. mars 2017 barst kærunefnd kæra vegna kosninga í formann Markaðsráðs. Í lögum SFHR eru engar reglur um hvernig frambjóðendur skuli haga sér en á hverju ári hefur kjörstjórn sent út til allra nemenda reglur sem gilda um framboðskynningar. Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

Landsþing LÍS 2017

Landsþing LÍS 2017

Landsþing Landssamtaka íslenskra stúdenta var haldið helgina 17 – 19. mars í Háskólanum á Akureyri. Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík á sjö sæti á þinginu og voru fulltrúarnir í ár blanda af núverandi stjórn félagsins og nýkjörnum fulltrúm sem munu taka við á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 23. mars.

 

Yfirskrift þingsins var “Hvers virði er mín menntun? – Efling stúdenta í gæðastarfi háskólanna”. Á þinginu voru vinnustofur þar sem fulltrúar stúdentahreyfinga komu saman að ræða gæðastarf og hvernig efla má þátttöku stúdenta í því starfi. Öll sú vinna sem fór fram um helgina mun leggja grunn að mótun stefnu LÍS um gæðastarf.

 

Mynd frétt LÍS SFHR

Hugmyndakassi SFHR

Hugmyndakassi SFHR

Fyrir stuttu var hugmyndakassinn í Sólinni og þar fengum við margar góðar ábendingar og munum því setja kassann aftur í Sólina bráðlega. Við fengum svör við mörgum ábendingum frá ýmsum aðilum skólans. Hér eru svörin:

1. Aðra vatnsvél hjá Málinu og í Sólina, klakavél og sódavatn: Vatnsvélar eru í skoðun en sódavatn og klakavél er erfitt viðureignar.

2. Hafa bókasafnið opið allan sólahringinn: Opnunartímar hafa verið lengdir þessa önnina og hefur umgengnin verið mjög slæm. Svo til þess að lengja opnunartímann enn frekar þarf umgengni nemenda að bætast.

3. Hafa hjólageymslu inni auk þess að fá aðstöðu til þess að pumpa í dekk: Það er í skoðun að byggja skýli fyrir utan skólann fyfir hjól.

4. Ruslatunnur fyrir pítsakassa: Eitthvað sem þarf að skoða frekar.

5. Hafa ókynjuð salerni: Er í vinnslu.

6. Öryggisverðir virkari í að spyrja um kort: Komið á framfæri, hefur batnað til muna.

7. Hafa kaffi allan sólahringinn: Það er í skoðun

8. Viðvörunarbjöllur fara oft í gang á kvöldin: Komið á framfæri

9. Setja upp fleiri græn stæði: Skoða betur þegar að framkvæmdir við Háskólagarða fara í gang.

10. Hjólastólaaðgengi við inngang: Það er verið að útfæra það.

11. Meiri þrif á klósettum á prófatíð: Komið á framfæri.

12. Hafa Háskólabúðina opna lengur í prófunum: Háskólabúðin verður með opið til miðnættis yfir prófin, byrjar 10. nóvember. Einnig ætlar Málið að skoða hvort það sé grundvöllur að hafa opið lengur hjá sér.

13. Matarvagna á planið á kvöldin í prófum: Frábæt hugmynd, við munum athuga hvort það sé áhugi fyrir því.

14. Hvað á að gera við aðstöðuna þar sem Bóksala stúdenta var?: Það komu margar skemmtilegar ábendingar í hugmyndakassann og það er verið að skoða hvað best væri að gera við þessa aðstöðu.

#háskólaríhættu

#háskólaríhættu

Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum.

Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið.

Viðvarandi undirfjármögnun háskólanna dregur úr framþróun í samfélaginu og samkeppnishæfni landsins. Enn fremur er ljóst að ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólakerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreytileika í námsframboði.

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík í samstarfi við önnur stúdentafélög hafa komið af stað undirskriftarsöfnun á www.haskolarnir.is. Við hvetjum þig til að skrifa undir!

Nýtt skólaár hafið

Nýtt skólaár hafið

Kæru samnemendur! (ENGLISH BELOW!)

Nýnemar: velkomnir í HR, aðrir: velkomin aftur til starfa! Fyrir þá sem ekki vita að þá er SFHR, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, hagsmunafélag nemenda í HR. Ef þið eruð ósátt við eitthvað innan skólans, svo sem kennsluna, áfangana, kennarana, aðstöðuna eða eitthvað annað, hafið þá samband við okkur. Okkar markmið er að við öll fáum sem mest út úr skólanum og að öllum líði eins og heima hjá sér hér í HR.

Þið getið haft samband við okkur í gegnum facebook, tölvupóst, komið við á skrifstofunni okkar (M205) eða stoppað okkur á göngum skólans. Einnig vorum við að stofna snapchat aðgang undir nafninu: ‘studentafelagid’, sem við munum ekki sjálf nota heldur verða gestasnapparar sem sjá um snappið í kringum sameiginlega viðburði HR.

Allir sem eru skráðir í skólann eru sjálfkrafa skráðir í SFHR og borga ekki nein gjöld. Í skólanum eru hinsvegar 6 nemendafélög, í hverri deild fyrir sig, og gjöldin í það eru mismunandi eftir félagi. Upplýsingar um nemendafélögin og tengiliði er að finna undir „Nefndir og félög“.

Ef það vakna einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur!

Kær kveðja,
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík.

——————————————————————————————–

Dear fellow RU students!

New students: Welkome to RU, others: welcome back! For you who don’t know, SFHR, The student association of Reykjavík University, . If something is wrong with the school, such as the teaching, the house or anything else, than contact us. Our goal is that we all get the most out of school and that everyone feels like home at RU.

You can contact us through facebook, email, stop by our office (M205) or stop us at school. We also just created a snapchat account under the username: ‘studentafelagid’, we will not be using it by ourselves, we’ll get a guestsnapper to hype up events that are going on at RU.

Everyone who goes to RU are automatically members of SFHR and do not pay any fees. At RU we have 6 student unions, in every department, and each student union charge for membership, and the price depends on the union. For more information about the student unions and contacts are to be found under „Clubs and committees“.

If you have any questions don’t hesitate to contact us!

Yours sincerely,
The RU Student Association

SFHR og Aðalskoðun

SFHR og Aðalskoðun

Frábært tilboð á bílaskoðun til nemenda – 4.000 kr. afsláttur!

Nýverið skrifaði Stúdentafélagið undir samstarfssamning við Aðalskoðun og er fyrirtækið orðið einn bakhjarl félagsins. Aðalskoðun býður nemendum HR 4.000 kr. afslátt af aðalskoðun bifreiðar þeirra (um 35% afsláttur) gegn framvísun HR skólaskírteinis ef komið er 1. – 25. dag mánaðar. Tilboðið gildir fyrir einn bíl í umsjá hvers nemanda. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þetta frábæra tilboð og leyfa fagfólki Aðalskoðunar að yfirfara helstu öryggisatriði bílsins!

Aðalskoðun býðst einnig til að minna nemendur á þegar komið er að skoðun, aðeins þarf að senda tölvupóst á adalskodun@adalskodun.is með bilnúmeri viðkomandi og “Aðal” í titli.  Með því að fara með bílinn í skoðun á réttum tíma er hægt að forðast álagningu vanrækslugjalds frá hinu opinbera sem getur numið allt að 15.000 kr. á ári.

Nánari upplýsingar um Aðalskoðun, staðsetningar, verð og fleira má finna á www.adalskodun.is.

Það getur ýmislegt gerst ef ekki bíllinn er ekki skoðaður reglulega: https://vimeo.com/117804916

Adalskodun Studentar A4 heilsida jan2016

 

Dagatal vorönn 2016

Dagatal vorönn 2016

Dagatal vorönn 2016

Helstu viðburðir sem tengjast SFHR og samstarfsaðilum á vorönn 2016 og dagsetningar* þeirra er hægt að sjá hér:

17.desember 2015 – Jólaboð hjá Klak Innovit
Klak Innovit langar að bjóða nemendum í Jólakaffi fimmtudaginn 17. desember 2015. Þau bjóða uppá ljúffengar piparkökur og gómsætt kakó ásamt því að gestum gefst tækifæri til að kynnast Startup Tourism verkefninu og fræðast um hvernig þau geta stofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu. Kaffið verður frá kl. 15-16 í Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Skráning fer fram hér: https://innovit.wufoo.com/forms/mvgsbo1144wlpj/

16. janúar – Stjórnarstefnumótun SFHR
Stjórnir og nefndir aðildarfélaga SFHR ásamt öðrum félögum gera sér glaðan dag. Tilgangur stjórnarstefnumótunar er að mynda öfluga heild allra sem koma að félagsstörfum háskólans og stuðla að áhrifamiklu tengslaneti. Hægt er að lesa um aðildarfélög, stjórnir og nefndir SFHR undir Nefndir og félög.

21. – 25. janúar – Hnakkaþon
Hnakkaþon Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldið 21.-25. janúar 2016.
Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Keppnin er opin öllum nemendum HR.  Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/204861583185529/

25. – 29. janúar – Hádegisfyrirlestrar Birtu
Birta, félag nema í HR um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni, stendur fyrir röð fyrirlestra í hádeginu í samstarfi við unga umhverfissinna. Nánari upplýsingar síðar en hægt er að lesa um Birtu undir Nefndir og félög. 

25. – 29. janúar – Mót hækkandi sól: Geðheilbrigðisvika HR
Náms- og starfsráðgjöf stendur fyrir fjölda viðburða í þessari viku með það markmið að vekja athygli á almennu geðheilbrigði og andlegri vellíðan. Í vikunni verða opnir fyrirlestrar, m.a. um hvað eykur vellíðan og um andlega og líkamlega heilsu. Einnig mun námsmaður í Háskólanum í Reykjavík segja reynslusögu sína en þessi tiltekni námsmaður er með geðröskun. 

1. – 5. febrúar – Góðgerðavika
Góðgerðanefnd SFHR stendur fyrir góðgerðaviku í febrúar ár hvert. Markmið nefndarinnar er að vekja athygli nemenda og starfsfólks á einhverju málefni sem talið er brýnt að styðja. Hægt er að lesa um góðgerðanefnd SFHR undir Nefndir og félög.

10. febrúar – Framadagar
Framadagar háskólanna 2015 fara fram í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 10. febrúar kl. 11-16. Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem nokkur af helstu fyrirtækjum og stofnunum landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum.  

15. – 19. febrúar – Háskólablaðið Hróður
Þessi vika er tileinkuð útgáfu Háskólablaðsins Hróðurs. Háskólablaðið er málgagn nemenda við Háskólann í Reykjavík sem kemur út einu sinni á ári og stefnt er að ljúka vikunni með veglegu útgáfupartíi þann 19.febrúar. Hægt er að lesa um ritstjórn Háskólablaðsins undir Nefndir og félög.

5. mars – Árshátíð HR
Árshátíð HR er stærsti viðburður skólaársins þar sem nemendur og starfsfólk skólans sitja glæsilegt borðhald með skemmtilegum veislustjóra og eftir borðhaldið er ball. HR musical keppnin er á sínum stað þar sem hvert nemendafélag býr til tónlistarmyndband og stjörnuprýdd dómnefnd velur 3 bestu myndböndin. Það nemendafélag sem sigrar ritar nafn sitt á spjöld sögunnar, fær glæsilegan bikar að eign í eitt ár og lifir á heiðrinum næsta skólaárið. Mögnuð keppni og undanfarin ár hefur metnaðurinn fyrir henni aukist gríðarlega. Hægt er að lesa um árshátíðarnefnd SFHR undir Nefndir og félög.

7.-11. mars – Kosningavika
Kosningavika í HR hefst 7.mars þar sem kosið er í stjórn SFHR, nefnda og félaga SFHR ásamt stjórnum nemendafélaganna. Framboðin kynna sig og keppast um atkvæði félagsmanna, t.d. með því að bjóða upp á kaffi og veitingar.  

18. – 20. mars – Vorþing LÍS
Vorþing LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta) er haldið á vormisseri ár hvert en SFHR sér um skipulagningu þingsins í ár. Öll aðildarfélög LÍS senda sína fulltrúa á þingið sem stendur yfir heila helgi og þar fer fram mikilvæg vinna í þágu LÍS. Undirbúningsvinna er farin af stað og við hlökkum mikið til að takast á við þetta veglega verkefni. Hægt er að lesa um LÍS undir LÍS. 

*Birt með fyrirvara um breytingar

Síðdegisboð á Bessastöðum

Síðdegisboð á Bessastöðum

Síðdegisboð á Bessastöðum

Fullveldisdagurinn 1.desember er einnig hátíðardagur stúdenta og árlega er fulltrúum stúdenta og stjórnendum háskólanna frá háskólum hvarvetna af landinu boðið til hátíðarmóttöku á Bessastöðum. Því var mikil ánægja fyrir stjórn Stúdentafélagsins að fá boð í síðdegisboð á Bessastöðum 1.desember sl. til heiðurs háskólasamfélaginu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með Dorrit Moussaieff sér við hlið, tók á móti stjórninni og Ara Kristni Jónssyni, rektor HR. Boðið var upp á léttar veitingar, forseti hélt ræðu um sögufrægan Bessastaðaskóla, hve mikilvægt er að hafa öflugt háskólasamfélag, framfarir í menntakerfinu og hversu frambærileg okkar kynslóð er. Takk kærlega fyrir okkur!

IMG_0576Frá vinstri: Fanney Hrund Jónasdóttir (upplýsingafulltrúi), Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (hagsmunafulltrúi), Elísabet Erlendsdóttir (formaður), Erla Harðardóttir (varaformaður) og Arnar Ingi Halldórsson (gjaldkeri). 

 

IMG_0578

Frá vinstri:Tinna Dögg Guðlaugsdóttir (hagsmunafulltrúi), Arnar Ingi Halldórsson (gjaldkeri), Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands), Elísabet Erlendsdóttir (formaður), Erla Harðardóttir (varaformaður) og Fanney Hrund Jónasdóttir (upplýsingafulltrúi).

 

MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám í verkefnastjórnun við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hlaut nýverið formlega vottun frá Breska verkefnastjórnunarfélaginu, APM.

Í umsögn kemur fram að MPM-námið við HR sé dæmi um bestu aðferðir (e. best practice) á heimsvísu í meistaranámi í verkefnastjórnun. Vottunin er mikil viðurkenning fyrir MPM-námið sem er þar með komið í flokk um 30 námsbrauta við háskóla sem hafa hlotið slíka vottun fyrir nám á sviði verkefnastjórnunar. Tilgangur APM með vottuninni er að leiðbeina nemendum og fagfólki um allan heim með því að benda á bestu námsleiðir sem í boði eru á sviði verkefnastjórnunar.

Vinna við undirbúning vottunar MPM-námsins við HR hófst vorið 2015 og ítarlegri skýrslu um námið var skilað til úttektarnefndar APM í júní síðastliðnum. Liður í úttektinni var heimsókn úttektarmanns APM til Íslands í haust þar sem hann fylgdist með kennslu, ræddi við forsvarsmenn MPM-námsins, núverandi og útskrifaða nemendur, hagsmunaaðila í atvinnulífinu og fleiri. Vottun námsins frá APM er mikilvægur liður í þróun MPM-námsins í takti við þarfir atvinnulífsins og sívaxandi notkun aðferða verkefnastjórnunar hjá fyrirtækjum og stofnunum.

MPM-námið við tækni- og verkfræðideild HR er meistaranám í verkefnastjórnun, með áherslu á stjórnun verkefnadrifinna fyrirtækja og stofnana. Í náminu er lögð áhersla á þjálfun í að móta stefnu og taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd með markvissum hætti. Ennfremur að vinna með fólki, stýra teymum og takast á við vandamál í mannlegum samskiptum. Verkefnastjórnun hefur sótt mjög á sem alhliða stjórnunaraðferð fyrir fyrirtæki sem starfa í síbreytilegu umhverfi.

Um 300 manns hafa lokið MPM-námi á Íslandi, sem hefur verið í boði síðan árið 2005. Fólk sem sækir MPM-námið er með fjölbreytta menntun og reynslu að baki og hefur m.a. komið úr hugbúnaðargerð, verkfræði, náttúruvísindum og félagsvísindum. Fólk með MPM-gráðu starfar hjá fjölbreyttri flóru fyrirtækja og stofnana á flestum sviðum þjóðfélagsins.

Breska verkefnastjórnunarfélagið APM var stofnað árið 1972 og er í dag stærsta verkefnastjórnunarfélag í Evrópu með tugþúsundir félagsmanna. APM starfar innan IPMA – Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga og er stærsta aðildarfélag samtakanna.

Fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR var 17.október frá kl. 11-14 í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Sirkus Íslands var með skemmtiatriði og pylsur voru í boði Stúdentafélagsins fyrir gesti, gangandi og skríðandi. Einnig bauð SFHR upp á kaffi fyrir fullorðna og andlitsmálningu fyrir alla sem vildu.

Öll nemenda- og hagsmunafélög skólans voru með þrautir eða viðburð tengd sinni deild.

Atlas, nemendafélag íþróttafræðinema, bauð gestum að taka þátt í íþróttabraut og ef vel tókst til voru verðlaun í boði. Í boði Markaðsráðs, nemendafélag viðskiptafræðinema, var dísætt candyfloss.
Mentes, félag sálfræðinema, var með skemmtilega þraut sem reyndi á hugann og sýndu hversu auðvelt það er að gabba heilann. Lögrétta, nemendafélag lögfræðinema, gaf börnum tækifæri á að klæðast lögmannskikkjum og koma að lagasetningu en laganemar aðstoðuðu börnin að búa til „lög barnanna“. Hvert og eitt barn fékk að búa til eina reglu sem allir í heiminum áttu að fara eftir. Úr varð einlæg, frumleg og skemmtileg lagasetning.
Tækni- og verkfræðinemendur í Pragma voru með skemmtilegar eðlisfræðitilraunir og hjá tölvunarfræðinemendum í Tvíund var hægt að prófa forritunarleiki.

Vel heppnaður og yndislegur dagur sem nú er orðin ómissandi hluti af skólaárinu og viðburðadagskrá SFHR!

 

IMG_0207Tinna, hagsmunafulltrúi SFHR, að störfum í andlitsmálningunni. 

IMG_0208

IMG_0227Markaðsráð með candyfloss.  

IMG_0231Atlas með íþróttabraut.  

IMG_0235

Pragma með eðlisfræðitilraunir.  

logrettaLög barnanna.