Jafn­rétt­is­fé­lag stofnað í HR

Stúd­enta­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík stofnaði formlega Jafn­rétt­is­fé­lag Há­skól­ans í Reykja­vík þann 5.október. Fé­lagið er stofnað í upp­hafi Jafn­rétt­is­daga sem haldn­ir eru há­skól­um lands­ins 5.-16.október. Í til­efni þeirra bauð fé­lagið upp á fjöl­breytta dag­skrá í Há­skól­an­um í Reykja­vík, sem hófst með ljós­gjörn­ingi og tón­leik­um í há­deg­inu. Í vik­unni sem leið var boðið upp stutta há­deg­is­fyr­ir­lestra um jafn­rétt­is­mál.

Elísa­bet Er­lends­dótt­ir, formaður Stúd­enta­fé­lags HR, sagði við stofn­un­ina: „Und­an­farið hef­ur verið mik­il gróska í jafn­rétt­is­mál­um á Íslandi og aug­ljóst er að okk­ar kyn­slóð vill taka þátt í umræðunni. Því er til­valið fyr­ir okk­ar ört stækk­andi há­skóla­sam­fé­lag að sýna vilja í verki þegar kem­ur að jafn­rétt­is­mál­um og fyrsta skrefið var að stofna Jafn­rétt­is­fé­lagið.“

 

VGzeY1JO_FRgyPxYQnMmDc7wkPt_dskDtM9yZplm4SQ,v_Sl8C9ouPGdX-h8zf5QYf8Dve6RnYEzzrkwQW94WoU

 

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að mark­mið Jafn­rétt­is­fé­lags Há­skól­ans í Reykja­vík sé að auka umræðu um jafn­rétt­is­mál í víðum skiln­ingi, jafnt inn­an veggja há­skól­ans sem utan. Meðal þeirra mál­efna sem fé­lagið tel­ur mik­il­vægt að auka umræðu um eru mál­efni kvenna, fólks af er­lend­um upp­runa, hæl­is­leit­enda, sam­kyn­hneigðra, trans­fólks, fatlaðra og allra annarra sem verða fyr­ir for­dóm­um eða mis­mun­un í sam­fé­lag­inu.

Fé­lagið tel­ur að mikið verk sé enn óunnið þegar kem­ur að  því að auka skiln­ing á mál­efn­um minni­hluta­hópa og ætla meðlim­ir fé­lags­ins að leggja sig fram við að koma á já­kvæðum breyt­ing­um og umræðu um jafn­rétt­is­mál og vinna gegn hvers kyns for­dóm­um og fá­fræði.

Stjórn Jafn­rétt­is­fé­lags Há­skól­ans í Reykja­vík skipa Marí­anna Ósk Höllu­dótt­ir, formaður, 2. árs nemi í frum­greina­deild; Helgi Berg­mann, 4. árs nemi í lög­fræði; Sandra Heim­is­dótt­ir, 2. árs nemi í lög­fræði; Car­men Gonzá­lez de Pelá­ez, mastersnemi í viðskipta­fræði; Krist­inn Þorri Þrast­ar­son, 2. árs nemi í tölv­un­ar­fræði.

wBIhaZKomxTthvZla8XbhnH02e7oToLagxZCjpqT2vw,PydYVS5VGfbCkR8ElQ7L8bnxvxPiVYAXOhDh1xhJzIA

Categories: Fréttir