Fjölskyldudagur SFHR

Fjölskyldudagur SFHR var 17.október frá kl. 11-14 í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Sirkus Íslands var með skemmtiatriði og pylsur voru í boði Stúdentafélagsins fyrir gesti, gangandi og skríðandi. Einnig bauð SFHR upp á kaffi fyrir fullorðna og andlitsmálningu fyrir alla sem vildu.

Öll nemenda- og hagsmunafélög skólans voru með þrautir eða viðburð tengd sinni deild.

Atlas, nemendafélag íþróttafræðinema, bauð gestum að taka þátt í íþróttabraut og ef vel tókst til voru verðlaun í boði. Í boði Markaðsráðs, nemendafélag viðskiptafræðinema, var dísætt candyfloss.
Mentes, félag sálfræðinema, var með skemmtilega þraut sem reyndi á hugann og sýndu hversu auðvelt það er að gabba heilann. Lögrétta, nemendafélag lögfræðinema, gaf börnum tækifæri á að klæðast lögmannskikkjum og koma að lagasetningu en laganemar aðstoðuðu börnin að búa til „lög barnanna“. Hvert og eitt barn fékk að búa til eina reglu sem allir í heiminum áttu að fara eftir. Úr varð einlæg, frumleg og skemmtileg lagasetning.
Tækni- og verkfræðinemendur í Pragma voru með skemmtilegar eðlisfræðitilraunir og hjá tölvunarfræðinemendum í Tvíund var hægt að prófa forritunarleiki.

Vel heppnaður og yndislegur dagur sem nú er orðin ómissandi hluti af skólaárinu og viðburðadagskrá SFHR!

 

IMG_0207Tinna, hagsmunafulltrúi SFHR, að störfum í andlitsmálningunni. 

IMG_0208

IMG_0227Markaðsráð með candyfloss.  

IMG_0231Atlas með íþróttabraut.  

IMG_0235

Pragma með eðlisfræðitilraunir.  

logrettaLög barnanna.

 

Categories: Fréttir