Málfundafélagið var stofnað haustið 2013 og hefur það staðið fyrir fyrirlestrum, kynningum og fræðslumálum innan HR síðast liðið eitt og hálft ár. Á meðal þeirra sem hafa flutt erindi á vegum Málfundafélagsins eru Heiðar Már fjárfestir, Brynjar Karl hjá Keyhabits, Halla Helgadóttir hjá Hönnunarmiðstöð Íslands og GOmobile hópurinn.

Málfundafélag SFHR mun standa fyrir fyrirlestrum, kynningum og fræðslumálum innan HR á næstkomandi skólaári. Stefnt er að því að fá spennandi fyrirlesara til að fræða nemendur úr öllum deildum um málefni líðandi stundar. Einnig mun vera haldið ræðunámskeið þar sem nemendum gefst færi á að æfa sig í að tala fyrir framan annað fólk.

Stjórnir nemendafélaga

Þetta félag er óvirkt eins og er vegna þátttökuleysis. Ef þú hefur áhuga á að endurvekja nefndina getur þú haft samband við studentafelag@ru.is.