Góðgerðanefnd SFHR var stofnuð í febrúar 2014 og eitt af markmiðum hennar er að halda góðgerðaviku á hverju skólaári til að vekja athygli nemenda og starfsfólks á einhverju málefni sem talið er brýnt að styðja.

Í vikunni er staðið fyrir ýmiskonar fjáröflunum og viðburðum innan sem og utan skólans fyrir HR-inga, m.a. happdrætti, skemmtiviðburðum í Sólinni, góðgerða-spinning, kökubakstri og í ár lauk vikunni með sameiginlegu lokahófi fyrir alla HR-inga.

Góðgerðanefnd

Ef þú hefur áhuga að starfa í góðgerðarnefnd, endilega sentu tölvupóst á studentafelag@ru.is.