Nýsköpunar- & frumkvöðlanefnd SFHR, betur þekkt sem SERES setrið, var sett á laggirnar í samstarfi við Icelandic Startups frumkvöðlasetur (áður Klak Innovit) haustið 2015. Markmið nefndarinnar er að hvetja til nýsköpunar- og frumkvöðlahugsunar hjá nemendum skólans og opna augu þeirra fyrir þeim tækifærum sem felast í því að fara út í eigin rekstur að námi loknu. Nefndin starfar náið með Icelandic Startups í gegnum fjölbreytt verkefni á þeirra vegum.
SFHR hefur haldið utanum og fjármagnað SERES setrið síðustu ár, en SERES er nú hluti af rekstri HR.
Ef þú hefur áhuga á að starfa í nefndinni, fá vinnu aðstöðu fyrir þína nýsköpun eða lesa meira getur þú skoðað og haft samband hér: www.ru.is/seres